Fækka malarköflunum til Patreksfjarðar um helming Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2013 19:21 Stærsta verk sem Vegagerðin hefur ráðist í eftir hrun, þverun tveggja fjarða á Vestfjörðum, er komið í fullan gang. Þegar verkinu lýkur fækkar síðustu malarköflunum milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur um helming. Vegfarendur losna þarna við fjórar einbreiðar brýr, snjóþunga fjarðabotna, krappar beygjur, blindhæðir og síðast en ekki síst: 24 kílómetra langan malarveg. Í botni Kjálkafjarðar. Einbreiðar brýr, blindhæðir og krappar beygjur einkenna gamla veginn. Það er reyndar komið rúmt ár frá því verktakinn Suðurverk hófst handa, byrjað var rólega, en nú er búið að setja allt á fulla ferð í þessu þriggja milljarða króna verki. Um 40 starfsmenn Suðurverks og ÞG-verktaka eru að jafnaði á vinnusvæðinu, sem er furðu einangrað eftir að sveitabyggðin í Múlahreppi fór í eyði fyrir um 40 árum. Það er svo afskekkt að verktakarnir þurfa að nota ljósavélar til að lýsa upp og kynda vinnubúðirnar enda eru 30 kílómetrar í næsta rafmagnsstaur, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra hjá Suðurverki. Suðurverk er með um 20 þungavinnuvélar í verkinu, Þeir eru með um tuttugu þungavinnuvélar að störfum og einn pramma, til að flytja efni í uppfyllingar. Bráðabirgðafylling er komin út á hálfan Kjálkafjörð. Þar er byrjað að steypa brúarstöpla en brýrnar sem þvera munu firðina tvo verða hafðar nægilega langar til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Sennilega eru þó engir sem gleðjast meira yfir framvindu verksins en Vestfirðingar sem eftir tvö ár eða svo sjá fram á að losna við leiðinda malarveg en fá í staðinn breiðan og beinan 16 kílómetra malbiksveg og átta kílómetra styttingu. Og þegar Gísli verkstjóri er spurður hvort þeir ljúki verkinu á tilskyldum tíma, árið 2015, kveðst hann ekki í neinum vafa um það, annars væri hann hræddur um að fleiri skriður færu af stað. Tengdar fréttir Kjálkafjarðarógnin kallar á breytingu vegarins Vegagerðin neyðist til að endurhanna Vestfjarðaveg um skriðuna miklu sem féll í Kjálkafirði í vor. Fjarlægja þarf gríðarlegt efnismagn úr fjallshlíðinni til að draga úr þeirri ógn sem hún veldur vegfarendum. 2. júní 2013 20:41 Heppni að enginn slasaðist í Kjálkafirði Mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum þegar stór skriða féll á Vestfjarðaveg í Kjálkafirði í dag. Stór grafa frá fyrirtækinu Suðurverki, sem þarna vinnur að vegagerð, lenti í skriðunni, en gröfustjórinn slapp án meiðsla. "Það var guðsmildi að ekki fór verr," sagði Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Undir það tekur Þórhallur Gestsson, starfsmaður Suðurverks: "Það var heppni að ekki varð slys á fólki," segir Þórhallur, sem tók meðfylgjandi mynd. Skriðan er rétt fyrir innan Litlanes og féll á svæði þar sem nokkrar vinnuvélar hafa verið að störfum. Skriðan fór upp á vélarhlíf Caterpillar-gröfu en gröfustjórinn hafði áður tekið eftir sprungu í jarðveginum. Gísli áætlar að skriðan sé um 70 metra breið og 30 metra þykk. Hún lokar Vestfjarðavegi en þetta er aðalleiðin til Patreksfjarðar og annarra byggða á sunnaverðum Vestfjörðum. Vegagerðin telur ólíklegt að náist að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Vegna þessa fer Breiðafjarðarferjan Baldur aukaferð í fyrramálið. 23. apríl 2013 18:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Stærsta verk sem Vegagerðin hefur ráðist í eftir hrun, þverun tveggja fjarða á Vestfjörðum, er komið í fullan gang. Þegar verkinu lýkur fækkar síðustu malarköflunum milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur um helming. Vegfarendur losna þarna við fjórar einbreiðar brýr, snjóþunga fjarðabotna, krappar beygjur, blindhæðir og síðast en ekki síst: 24 kílómetra langan malarveg. Í botni Kjálkafjarðar. Einbreiðar brýr, blindhæðir og krappar beygjur einkenna gamla veginn. Það er reyndar komið rúmt ár frá því verktakinn Suðurverk hófst handa, byrjað var rólega, en nú er búið að setja allt á fulla ferð í þessu þriggja milljarða króna verki. Um 40 starfsmenn Suðurverks og ÞG-verktaka eru að jafnaði á vinnusvæðinu, sem er furðu einangrað eftir að sveitabyggðin í Múlahreppi fór í eyði fyrir um 40 árum. Það er svo afskekkt að verktakarnir þurfa að nota ljósavélar til að lýsa upp og kynda vinnubúðirnar enda eru 30 kílómetrar í næsta rafmagnsstaur, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra hjá Suðurverki. Suðurverk er með um 20 þungavinnuvélar í verkinu, Þeir eru með um tuttugu þungavinnuvélar að störfum og einn pramma, til að flytja efni í uppfyllingar. Bráðabirgðafylling er komin út á hálfan Kjálkafjörð. Þar er byrjað að steypa brúarstöpla en brýrnar sem þvera munu firðina tvo verða hafðar nægilega langar til að tryggja eðlileg vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Sennilega eru þó engir sem gleðjast meira yfir framvindu verksins en Vestfirðingar sem eftir tvö ár eða svo sjá fram á að losna við leiðinda malarveg en fá í staðinn breiðan og beinan 16 kílómetra malbiksveg og átta kílómetra styttingu. Og þegar Gísli verkstjóri er spurður hvort þeir ljúki verkinu á tilskyldum tíma, árið 2015, kveðst hann ekki í neinum vafa um það, annars væri hann hræddur um að fleiri skriður færu af stað.
Tengdar fréttir Kjálkafjarðarógnin kallar á breytingu vegarins Vegagerðin neyðist til að endurhanna Vestfjarðaveg um skriðuna miklu sem féll í Kjálkafirði í vor. Fjarlægja þarf gríðarlegt efnismagn úr fjallshlíðinni til að draga úr þeirri ógn sem hún veldur vegfarendum. 2. júní 2013 20:41 Heppni að enginn slasaðist í Kjálkafirði Mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum þegar stór skriða féll á Vestfjarðaveg í Kjálkafirði í dag. Stór grafa frá fyrirtækinu Suðurverki, sem þarna vinnur að vegagerð, lenti í skriðunni, en gröfustjórinn slapp án meiðsla. "Það var guðsmildi að ekki fór verr," sagði Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Undir það tekur Þórhallur Gestsson, starfsmaður Suðurverks: "Það var heppni að ekki varð slys á fólki," segir Þórhallur, sem tók meðfylgjandi mynd. Skriðan er rétt fyrir innan Litlanes og féll á svæði þar sem nokkrar vinnuvélar hafa verið að störfum. Skriðan fór upp á vélarhlíf Caterpillar-gröfu en gröfustjórinn hafði áður tekið eftir sprungu í jarðveginum. Gísli áætlar að skriðan sé um 70 metra breið og 30 metra þykk. Hún lokar Vestfjarðavegi en þetta er aðalleiðin til Patreksfjarðar og annarra byggða á sunnaverðum Vestfjörðum. Vegagerðin telur ólíklegt að náist að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Vegna þessa fer Breiðafjarðarferjan Baldur aukaferð í fyrramálið. 23. apríl 2013 18:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Kjálkafjarðarógnin kallar á breytingu vegarins Vegagerðin neyðist til að endurhanna Vestfjarðaveg um skriðuna miklu sem féll í Kjálkafirði í vor. Fjarlægja þarf gríðarlegt efnismagn úr fjallshlíðinni til að draga úr þeirri ógn sem hún veldur vegfarendum. 2. júní 2013 20:41
Heppni að enginn slasaðist í Kjálkafirði Mildi þykir að ekki urðu slys á mönnum þegar stór skriða féll á Vestfjarðaveg í Kjálkafirði í dag. Stór grafa frá fyrirtækinu Suðurverki, sem þarna vinnur að vegagerð, lenti í skriðunni, en gröfustjórinn slapp án meiðsla. "Það var guðsmildi að ekki fór verr," sagði Gísli Eysteinsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Undir það tekur Þórhallur Gestsson, starfsmaður Suðurverks: "Það var heppni að ekki varð slys á fólki," segir Þórhallur, sem tók meðfylgjandi mynd. Skriðan er rétt fyrir innan Litlanes og féll á svæði þar sem nokkrar vinnuvélar hafa verið að störfum. Skriðan fór upp á vélarhlíf Caterpillar-gröfu en gröfustjórinn hafði áður tekið eftir sprungu í jarðveginum. Gísli áætlar að skriðan sé um 70 metra breið og 30 metra þykk. Hún lokar Vestfjarðavegi en þetta er aðalleiðin til Patreksfjarðar og annarra byggða á sunnaverðum Vestfjörðum. Vegagerðin telur ólíklegt að náist að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Vegna þessa fer Breiðafjarðarferjan Baldur aukaferð í fyrramálið. 23. apríl 2013 18:31