Fljúga frá New York til að upplifa íslenska kosninganótt Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. apríl 2013 19:03 Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum. Kosningar 2013 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum.
Kosningar 2013 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira