„Við héldum að við myndum deyja“ Valur Grettisson skrifar 18. september 2013 09:45 Þetta er bíllinn sem ferðamennirnir voru á. mynd/Eyrún Halla Jónsdóttir „Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum. Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
„Við vorum komin nálægt Skaftafelli þegar vindurinn ágerðist töluvert,“ segir franski ferðamaðurinn Marie sem var á ferð með kærasta sínum á þjóðvegi 1 í Öræfum í óveðrinu á sunnudaginn. Vindur var gríðarlega sterkur, en þar voru 30 til 40 metrar á sekúndu. Marie segir að skyggnið hafi verið lítið sem ekkert þegar þau óku áleiðis að hóteli þar sem þau ætluðu að gista. Marie lýsir aðstæðum þannig að sandfok hafi verið orðið svo mikið að skyggnið var ekkert, „þannig að við ákváðum að stöðva bílinn.“ Hún segir að þau hafi beðið í nokkrar mínútur í bílnum. „Skyndilega flaug steinn í gegnum rúðuna sem sprakk beinlínis yfir okkur,“ segir hún. Hún segir aðstæður þá þegar hafa orðið hryllilegar. Sandur fauk stjórnlaust inn í bílinn auk þess sem þau fengu glerbrot yfir sig og hlutu skurði á höndum í hamaganginum. Þeim var ekki vært í bílnum þannig þau ákváðu að fara út í vegarkant í von um að finna skjól. „Við sáum ekki neitt og sandur og steinar dundu á okkur,“ segir Marie þegar hún lýsir vistinni í vegarkantinum. „Við gátum ekki einu sinni opnað augun,“ bætir hún við. Þau hringdu í Neyðarlínuna sem svo hafði samband við björgunarsveitina Kára sem ók um sveitina í brynvörðum bíl með skotheldu gleri – og hafði þá þegar aðstoðað tugi ferðamanna á svæðinu.Marie og kærastinn fengu óvenjulega upplifun á Íslandi.Marie segir þau hafa verið í vegarkantinum í um hálftíma áður en björgunarsveitin kom. Biðin þar hafi verið óbærileg. „Þetta var algjör martröð,“ segir hún alvöruþrungin. Það er ljóst af samtalinu við Marie að henni er verulega brugðið. Hún kom ásamt kærasta sínum til Íslands á föstudaginn var og til stóð að ferðast um Suðurlandið í um viku. „Við erum bara í sjokki,“ segir hún við blaðamann og bætir við: „Við héldum að við myndum deyja.“ Aðspurð um merkingar og viðvaranir segist Marie ekki hafa orðið vör við neitt slíkt. Ekkert benti til þess að vegurinn væri lokaður. „Vegurinn var opinn og við sáum engin skilti,“ segir hún en parið er eitt á ferð um landið. Þrátt fyrir að hafa komist nokkuð ósködduð frá óveðrinu ætla þau að leita til læknis í vikunni. „Okkur er illt í augunum,“ útskýrir Marie og bætir við að kærasti hennar sé með skurði á höndum eftir hamaganginn. „Ég veit ekki hvað við gerum núna en fríið er búið að vera gott fyrir utan þetta,“ segir Marie Storm við blaðamann að lokum.
Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira