Tvífari sestur upp á Sægreifanum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. september 2013 07:00 Kjartan Halldórsson sægreifi segist sáttur við að þegar hann einn daginn hverfur af sjónarsviðinu verði tvífarinn þar áfram. Fréttablaðið/Pjetur „Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitingastaðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fiskverslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjartani fyrir tveimur árum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjartani. Hún segir kvikmyndargerðarmann sem vinnur að heimildarmynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina.Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, tyllir sér niður í dagsins önn með Kjartani og Kjartani.Fréttablaðið/Pjetur„Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því talsverðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að komast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skiptanna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi. Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
„Það fyrsta sem allir segja er að þessi Kjartan þegi að minnsta kosti,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi veitingastaðarins og fiskverslunarinnar Sægreifans, þar sem afsteypa af stofnanda fyrirtækisins prýðir nú sali. Kjartan Halldórsson setti fiskverslunina Sægreifann á fót er hann hætti sjómennsku árið 2002. Síðar bættist veitingasala við starfsemina, sem Elísabet keypti af Kjartani fyrir tveimur árum. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var að skoða vaxmyndir á Sögusafninu,“ lýsir Elísabet tildrögum þess að afsteypa var gerð af Kjartani. Hún segir kvikmyndargerðarmann sem vinnur að heimildarmynd um Kjartan hafa stungið upp á því sama. Kjartan sjálfur hafi tekið vel í hugmyndina.Elísabet Jean Skúladóttir, eigandi Sægreifans, tyllir sér niður í dagsins önn með Kjartani og Kjartani.Fréttablaðið/Pjetur„Kjartan er bæði sál og andlit Sægreifans og fólk sækist eftir að sjá hann og láta mynda sig með honum. Nýi Kjartan léttir því talsverðu álagi af Kjartani sjálfum,“ segir Elísabet í léttum dúr. Eftirmyndin af Kjartani er gerð af Ernst J. Backman, sem gert hefur fjölda slíkra verka fyrir Sögusafn sitt og önnur söfn. „Kjartan sægreifi er hins vegar fyrsta og eina sérpöntun svona verkefnis fyrir veitingahús,“ er haft eftir Ernst á heimasíðu Sægreifans. Gerð afsteypunnar tók nokkuð á Kjartan, sem beið eftir að komast í erfiða hjartaaðgerð á þeim tíma. Kjartan segir að fyrir utan svima hafi hann náð sér býsna vel. Afsteypan er hins vegar enn hálflasleg. Kjartan kveðst kunna ágætlega við tvífarann og koma reglulega með föt á hann til skiptanna. „Hann er bara nokkuð líkur mér,“ segir Sægreifinn. Þegar undir hann eru borin orð nýja eigandans um að mikill munur sé á mælsku þeirra félaga kemur í ljós að hann hefur áætlun um að breyta því. „Mig langar til að koma fyrir hnappi svo hann geti talað; til dæmis sagt góðan daginn eða drottinn blessi heimilið. Það má ekki vera neitt dónalegt því þá myndi Elísabet henda mér strax út,“ segir Kjartan sem enn ver drjúgum hluta tíma síns á Sægreifanum og spjallar þar við gesti og gangandi.
Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira