Landbúnaðarstyrkir jukust og eru meðal þeirra mestu í heimi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2013 19:25 Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Aðeins fjögur OECD ríki niðurgreiða landbúnaðinn meira með styrkjum en Ísland en 47% af tekjum landbúnaðarins á Íslandi koma með beingreiðslum frá ríkissjóði samkvæmt nýjum tölum OECD. Styrkirnir hækkuðu milli áranna 2011 og 2012. Efnahags- og framfarastofnunin OECD hefur birt nýja samantekt yfir tölfræði styrkja í landbúnaði meðal OECD-ríkja. Eins og sést á þessari töflu (sjá myndskeið) eru styrkir til landbúnaðar sem hlutfall af heildartekjum greinarinnar með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. 47 prósent af heildartekjum landbúnaðarins eru styrkir ríkissjóðs. Og það sem meira er þessir styrkir hækkuðu um tæplega tvö prósentustig milli áranna 2011 og 2012. Aðeins fjögur OECD-ríki styrkja landbúnaðinn meira en við. Þetta eru Japan, Suður-Kórea, Sviss og Noregur, sem trónir á toppnum.Standa vörð um kerfið á kostnað neytenda Samstaða hefur verið meðal allra flokka að standa vörð um þetta kerfi þrátt fyrir að umræðan hafi verið með þessum hætti undanfarin 15 ár eða svo, bæði á vettvangi OECD og hér á landi. Á síðasta ári námu styrkir ríkissjóðs til mjólkur- og sauðfjárframleiðslu 11 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum. Bændur hafa haft sterk pólitísk ítök í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og raunar Vinstri grænum einnig. Í Þessu samhengi má nefna að margsinnis hafa verið gerðar tilraunir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins til að gera kerfisbreytingar í átt til frjálsræðis í landbúnaði en þær hafa alltaf verið kæfðar í fæðingu.„Samfelld sorgarsaga“ Þá tókst síðustu ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki að gera neinar kerfisbreytingar á þessari atvinnugrein á síðasta kjörtímabili þrátt fyrir að annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, hafi sótt lítinn hluta kjörfylgis síns til bænda. Í raun voru stofnanir landbúnaðarins þær einu sem var hlíft við niðurskurði í einu erfiðasta niðurskurðartímabili sögunnar eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Daði Már Kristófersson, dósent í hagræði og forseti félagsvísindasviðs HÍ, hefur rannsakað þessa atvinnugrein í mörg ár.Græðir einhver á þessu kerfi? „Nei, raunverulega er það svo skrýtið að neytendur borga auðvitað brúsann. Til lengri tíma litið fellur kostnaður á þá. Maður skyldi ætla að bændur kæmu vel út úr þessu en tilfellið er að rannsóknir gegnum áratugina hafa sýnt að á endanum hækkar þetta hjá þeim kostnaðinn. Það dregur úr aðhaldi í framleiðslu og hefur tilhneigingu til að eigngerast og hækka þannig framleiðslukostnað til lengri tíma. Svo þeir græða heldur ekki. Þetta er einhvern veginn ein samfelld sorgarsaga,“ segir Daði.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira