Kraftmiklar FKA konur Ellý Ármanns skrifar 30. janúar 2013 19:30 Það ríkti hátíðarstemmning í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í dag þar sem FKA; Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti sínar árlegu viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. Hafdís Jónsdóttir, formaður félagsins ávarpaði gesti og bauð þá velkomna en að því búnu afhenti Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra fjórar viðurkenningar.FKA viðurkenninguna 2013 hlaut Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1, formaður Félags atvinnurekenda og forseti ESTA (European Surgical Trade Association); evrópskra samtaka dreifingarfyrirtækja á sviði hjúkrunarvara. Margrét er viðskiptafræðingur að mennt og stundaði nám við Háskóla Íslands, HÍ og CBS í Kaupmannahöfn þar sem hún lauk mastersnámi í starfsmannastjórnun.Hvatningarviðurkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir – eigendur Tulipop. "Við vorum að fá kennitölu og útvega okkur strikamerki." sögðu þær í blaðaviðtali í lok árs 2010 og nú rúmum tveimur árum síðar eru vörur þeirra seldar í hönnunarverslunum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Frakklandi, Hollandi, Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.Þakkarviðurkenningu FKA hlaut Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum. Guðrún hefur rekið Stálskip í hartnær hálfa öld og er því "skipstjórinn í brúnni" þó hún hafi aldrei farið einn einasta túr sökum sjóveiki. En reksturinn er í hennar höndum og sölumálin annast eiginmaðurinn. Þau hjónin byrjuðu með tvær hendur tómar árið 1970 og í dag selja þau vörur sínar á markaði í Japan, Bretlandi, Suður Kóreu, Kína, Rússlandi, Bandaríkjunum og Grikklandi. Sjá viðtal við Guðrúnu HÉR.Gæfusporið 2012 hlutu SVÞ; Samtök verslunar og þjónustu og veitti formaður Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ viðurkenningunni viðtöku.Sjá myndirnar sem Anton Brink tók hér.Ljósmyndir/Anton BrinkHafdís Jónsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir og Katrín Júlíusdóttir.Hafdís Jónsdóttir, Signý Kolbeinsdóttir, Helga Árnadóttir og Katrín Júlíusdóttir.Hér tekur Guðrún Lárusdóttir við þakkarviðurkenningu FKA.Margrét Guðmundsdóttir. Skroll-Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Það ríkti hátíðarstemmning í Ráðhúsi Reykjavíkur síðdegis í dag þar sem FKA; Félag kvenna í atvinnulífinu afhenti sínar árlegu viðurkenningar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. Hafdís Jónsdóttir, formaður félagsins ávarpaði gesti og bauð þá velkomna en að því búnu afhenti Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra fjórar viðurkenningar.FKA viðurkenninguna 2013 hlaut Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1, formaður Félags atvinnurekenda og forseti ESTA (European Surgical Trade Association); evrópskra samtaka dreifingarfyrirtækja á sviði hjúkrunarvara. Margrét er viðskiptafræðingur að mennt og stundaði nám við Háskóla Íslands, HÍ og CBS í Kaupmannahöfn þar sem hún lauk mastersnámi í starfsmannastjórnun.Hvatningarviðurkenningu FKA hlutu þær Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir – eigendur Tulipop. "Við vorum að fá kennitölu og útvega okkur strikamerki." sögðu þær í blaðaviðtali í lok árs 2010 og nú rúmum tveimur árum síðar eru vörur þeirra seldar í hönnunarverslunum á Íslandi, í Bandaríkjunum, Frakklandi, Hollandi, Írlandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi.Þakkarviðurkenningu FKA hlaut Guðrún Lárusdóttir í Stálskipum. Guðrún hefur rekið Stálskip í hartnær hálfa öld og er því "skipstjórinn í brúnni" þó hún hafi aldrei farið einn einasta túr sökum sjóveiki. En reksturinn er í hennar höndum og sölumálin annast eiginmaðurinn. Þau hjónin byrjuðu með tvær hendur tómar árið 1970 og í dag selja þau vörur sínar á markaði í Japan, Bretlandi, Suður Kóreu, Kína, Rússlandi, Bandaríkjunum og Grikklandi. Sjá viðtal við Guðrúnu HÉR.Gæfusporið 2012 hlutu SVÞ; Samtök verslunar og þjónustu og veitti formaður Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ viðurkenningunni viðtöku.Sjá myndirnar sem Anton Brink tók hér.Ljósmyndir/Anton BrinkHafdís Jónsdóttir, Margrét Kristmannsdóttir og Katrín Júlíusdóttir.Hafdís Jónsdóttir, Signý Kolbeinsdóttir, Helga Árnadóttir og Katrín Júlíusdóttir.Hér tekur Guðrún Lárusdóttir við þakkarviðurkenningu FKA.Margrét Guðmundsdóttir.
Skroll-Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp