Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2013 14:11 Hafliði segir lögin gera almenningi illkleyft að ferðast víða, meðal annars í Þórsmörk. Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær. Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup í Skaftá og áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Sjá meira
Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær.
Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup í Skaftá og áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Sjá meira
Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00