Mikil óánægja með náttúruverndarfrumvarp Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. febrúar 2013 14:11 Hafliði segir lögin gera almenningi illkleyft að ferðast víða, meðal annars í Þórsmörk. Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær. Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Ferðaklúbburinn 4x4 birtir í dag heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu þar sem Alþingi er hvatt til að „leggja nú þegar til hliðar frumvarp til laga um náttúrvernd og vanda betur til verka." Í auglýsingunni er frumvarpið sagt fela í sér breytingar „sem munu stórskaða ferðamennsku á Íslandi og gera almenningi illkleyft að ferðast um landið sitt." Hafliði S. Magnússon formaður 4x4, segir óánægjuna snúa meðal annars að því að ekki hafi verið tekið mark á tillögum útivistarfólks við gerð frumvarpsins og að mörg atriði hreinlega gangi ekki upp. „Þetta byrjaði í rauninni með þessari hvítbók, og þar fengum við ekkert að koma að nema að senda inn athugasemdir í lokin, en þá var í rauninni búið að gefa út hvítbókina þannig að ég veit hreinlega ekki hvers vegna var verið biðja okkur um þessar athugasemdir."Heilsíðuauglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag.Óheimilt að leita að réttu vaði Hafliði segir margt í frumvarpinu vera gott en nokkur atriði þurfi að laga. „Til dæmis má nefna atriðið varðandi vöð á ám. Samkvæmt þessum nýju lögum má ekki keyra utan vega, og við erum að sjálfsögðu hlynntir því að utanvegaakstur sé bannaður, en séu lögin túlkuð strangt þá hættir fólk að geta farið með ökutæki inn í Langadal og Húsadal því þú mátt ekki keyra meðfram Krossánni til að leita að réttu vaði. Þú verður bara að keyra út í ána þar sem slóðin kemur að, og verði þér þá bara að góðu." Einnig er það gagnrýnt að samkvæmt nýju lögunum sé bannað að keyra eftir sandströndum. „Þegar það er fjara og þú ert að leika þér að því að keyra eftir sjónum - það er núna bannað. Þó að hjólförin hverfi eftir næsta flóð," segir Hafliði, og svarar því neitandi hvort rökstuðningur fyrir þessu banni hafi verið gefinn. „Nei við fáum aldrei að heyra neitt." 4x4 skorar á Alþingi að draga frumvarpið til baka og segir að málstaður félagsins njóti stuðnings frá mörgum öðrum útivistarfélögum. „Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr úr öllum áttum, meira að segja meðal alþingismanna úr flestum flokkum. Ja, nema kannski einum," segir Hafliði að lokum og hlær.
Tengdar fréttir Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Kvíðastillandi lyf fyrir heimsókn á hálendið? Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp að nýjum náttúruverndarlögum og stefna stjórnvöld á að það verði að lögum á yfirstandandi þingi. Margt er gott í frumvarpinu en ágallarnir eru samt svo margir að ég teldi það stórslys ef þingmenn afgreiddu það sem lög. Ég skora því á hina kjörnu fulltrúa að fresta afgreiðslu málsins og vinna það aftur frá grunni. 7. febrúar 2013 06:00