Eurovision-stjörnur framleiddar á Dalvík Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hjartað slær á dalvík Dalvíkingar hafa séð landsmönnum fyrir fimm eurovision-þátttakendum hingað til og segir Matti þá enn eiga nóg inni. „Þetta hlýtur að vera tilviljun en þetta er samt mjög dularfullt," segir Eurovision-farinn og Dalvíkingurinn Matti Matt, inntur eftir svörum við því hvað geri Dalvíkinga svo farsæla í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Þegar Eyþór Ingi sigraði undankeppnina hér heima síðastliðið laugardagskvöld varð hann fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, séu talin með þau Pálmi Gunnarsson og Hera Björk sem bæði bjuggu í bænum um tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar eru svo allir uppaldir á Dalvík. „Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir keppninni í bænum, rétt eins og annars staðar á landinu, en Dalvík er enginn sérstakur Euro-bær," segir Matti. „Kaldi ætti kannski að íhuga að búa til sérstakan Eurovision-bjór því ég held að hann sé það eina sem við höfum verið að drekka annað en fólk annars staðar á landinu," bætir hann við hlæjandi, spurður hvað sé í vatninu á Dalvík. Hann segist þess fullviss að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og er sannfærður um að fleiri Eurovision-farar eigi eftir að koma frá bænum. „Mér detta strax í hug þrír sem koma vel til greina. en þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo ótrúlega mikið af góðu söngfólki þarna," segir hann. Tæplega 1.900 manns búa á Dalvík og því ágætis hlutfall sem hefur sigrað íslensku undankeppnina. „Þetta er svona álíka og ef þessir fimm flytjendur kæmu úr löngu blokkinni í Fellunum í Breiðholtinu, það búa álíka margir þar og á Dalvík. Geri aðrir betur," segir Matti. Hann studdi bæjarbróður sinn að sjálfsögðu síðasta laugardagskvöld. „Hjartað slær auðvitað alltaf með Dalvíkingum. Í þokkabót er Eyþór góður vinur minn og Pétur Örn einn af mínum albestu vinum, svo það var fagnað vel og innilega þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára sonur minn orðaði þetta best þegar hann sagðist vera kominn með svima, hann væri svo glaður." Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta hlýtur að vera tilviljun en þetta er samt mjög dularfullt," segir Eurovision-farinn og Dalvíkingurinn Matti Matt, inntur eftir svörum við því hvað geri Dalvíkinga svo farsæla í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Frá því Ísland tók fyrst þátt í Eurovision árið 1986 hafa 32 flytjendur farið utan fyrir okkar hönd. Þegar Eyþór Ingi sigraði undankeppnina hér heima síðastliðið laugardagskvöld varð hann fimmti Dalvíkingurinn til að standa í þeim sporum, séu talin með þau Pálmi Gunnarsson og Hera Björk sem bæði bjuggu í bænum um tíma. Eyþór Ingi, Matti Matt og Friðrik Ómar eru svo allir uppaldir á Dalvík. „Það hefur alltaf verið mikil stemning fyrir keppninni í bænum, rétt eins og annars staðar á landinu, en Dalvík er enginn sérstakur Euro-bær," segir Matti. „Kaldi ætti kannski að íhuga að búa til sérstakan Eurovision-bjór því ég held að hann sé það eina sem við höfum verið að drekka annað en fólk annars staðar á landinu," bætir hann við hlæjandi, spurður hvað sé í vatninu á Dalvík. Hann segist þess fullviss að Dalvíkingar eigi enn nóg inni og er sannfærður um að fleiri Eurovision-farar eigi eftir að koma frá bænum. „Mér detta strax í hug þrír sem koma vel til greina. en þeir eru pottþétt fleiri. Það er svo ótrúlega mikið af góðu söngfólki þarna," segir hann. Tæplega 1.900 manns búa á Dalvík og því ágætis hlutfall sem hefur sigrað íslensku undankeppnina. „Þetta er svona álíka og ef þessir fimm flytjendur kæmu úr löngu blokkinni í Fellunum í Breiðholtinu, það búa álíka margir þar og á Dalvík. Geri aðrir betur," segir Matti. Hann studdi bæjarbróður sinn að sjálfsögðu síðasta laugardagskvöld. „Hjartað slær auðvitað alltaf með Dalvíkingum. Í þokkabót er Eyþór góður vinur minn og Pétur Örn einn af mínum albestu vinum, svo það var fagnað vel og innilega þegar lagið þeirra sigraði. Sjö ára sonur minn orðaði þetta best þegar hann sagðist vera kominn með svima, hann væri svo glaður."
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira