Lífið

"Jude Law er þvílíkt fagur maður"

Marín Manda skrifar
Þórir Celin
Þórir Celin
Nafn? Þórir Karl Bragason Celin.

ALDUR? 42 ára.  

STARF? Grafískur hönnuður og myndskreytir.

Hvern faðmaðir þú síðast? Ég skellti mjúku faðmlagi á Glanna glæp.

En kysstir? Kærustuna.

Hver kom þér síðast á óvart og hvernig?

Kærastan kom mér á óvart með því að gefa mér olíu í skeggið til að vernda húðina, sem er mjög karlmannlegt, og vax til að móta yfirvaraskeggið.

Hvaða galla í eigin fari ertu búin að umbera allt of lengi? Frestunaráráttuna.

Ertu hörundsár? Aðeins ef ég er illa sofinn um miðja viku.

Dansarðu þegar enginn sér til?

Á það til að skella mér í smá breikdans, þótt tími ormsins sé liðinn, myndi eflaust brjóta einhver bein ef ég geri það.

Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvernig?

„Ef ég geri eitthvað, þá gerist það ef ég geri það.“ Háfleyg setning sem ég lét út úr mér eitt sinn í sjónvarpsupptökum.

Hringirðu stundum í vælubílinn? Er stundum með hann á „speed-dial“.

Tekurðu strætó?

Hef stokkið af og til í strætó. Ég skellti mér á Selfoss í strætó og nýtti mér internetaðganginn sem var helvíti mikið fjör. Allt „live“ á fésbók.

Hvað eyðirðu miklum tíma á Facebook á dag? Örugglega of miklum tíma, sérstaklega í strætó.

Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heilsarðu þeim?

Ég fór hjá mér þegar ég heilsaði Jude Law. Hann er þvílíkt fagur maður en ég fór ekki svo mikið hjá mér þegar ég hitti Quentin Tarantino. Það var eins og að hitta viskílyktandi órangútan.

Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig?

Nei, ég er alveg ömurlegur í að þegja um leyndarmál.

Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Ekki að fá mér bjór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.