„Þegar ég hitti þig fyrst sagði ég þér að þú gætir fengið allt, ef þú bara trúðir því. Núna hefur það gerst. Ekki klúðra því,“ sagði Usher við söngvarann.
Bieber gerði samning við útgáfufélag Ushers þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall og hefur þeim verið vel til vina allar götur síðan.
Áætlaður frumsýningardagur Believe Movie er 25. desember.