Ekki hægt að byggja á fyrri kynferðisbrotum Stígur Helgason skrifar 25. október 2013 16:00 Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær. Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira