Svolítið eins og að spila með Bítlunum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. október 2013 10:00 "Núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð,“ segir Ragnar. Fréttablaðið/GVA Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. „Ég er voða rólegur yfir þessu, en get auðvitað ekki annað en verið stoltur yfir þessu vali þeirra,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, spurður hvernig tilfinning það sé að vera settur á stall með bestu ljósmyndurum sögunnar. „Ég held að þessi bókaflokkur sé mest seldu ljósmyndabækur í heiminum,“ segir Ragnar. Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. Um er að ræða bókaflokk sem hóf göngu sína í Frakklandi árið 1982 en hefur komið út á mörgum tungumálum, til að mynda á ensku hjá hinni þekktu bókaútgáfu Thames & Hudson. Ragnar er fjórði Norðurlandabúinn sem valinn er í ritröð Photo Poche, en fyrir eru úrvalsbækur með myndum Svíanna Anders Petersen og Christers Strömholm og höfuðljósmyndara Finna, Pentti Sammallahti. Spurður hvort hann hafi haft eitthvað um val myndanna í bókinni að segja verður Ragnar hálfhneykslaður. „Nei, ég sendi þeim bara fullt af myndum og þeir sáu alfarið um valið. Þetta er svolítið eins og að spila með Bítlunum, þeir ráða auðvitað hvaða lag er spilað og maður er bara glaður að fá að vera með.“ Markmið ritraðarinnar Photo Poche er að taka saman í handhægum og ódýrum bókum verk helstu áhrifavalda ljósmyndasögunnar, jafnt frumkvöðla ljósmyndunar á nítjándu öld, sem þeirra ljósmyndara sem mótuðu miðilinn mest á þeirri tuttugustu. Á seinni árum hafa svo yngri ljósmyndarar bæst í hópinn sem taldir eru hafa með verkum sínum bætt nýjum víddum við sögu miðilsins og eflt ljósmyndina sem sérstakt tjáningarform. Með vali á ljósmyndurum í röðina er viðkomandi settur á stall sem einn af höfuðljósmyndurum sögunnar. Hefur valið einhver áhrif á markaðssetningu á verkunum þínum? „Ég veit það ekki, undanfarið hefur beiðnum um sýningar erlendis fjölgað mjög mikið og núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð. Ég er auðvitað óskaplega ánægður með það, en það er ansi mikil vinna sem fylgir svona sýningarhaldi. Sýningarnar í Þýskalandi og Póllandi fara síðan á flakk á næstu árum og svo er verið að spá og spekúlera í ýmsum hlutum í framhaldinu.“ Ragnar segir viðhorfið til ljósmyndunar allt annað erlendis en hér heima. „Reyndar finn ég mikinn hlýhug frá Íslendingum almennt, en í menningargeiranum er ljósmyndun ekki talin með. Það er þó aðeins farið að breytast og sú þróun heldur vonandi áfram.“ Bókaútgáfan Crymogea hefur samið við Actes Sud og Thames & Hudson um sérstaka útgáfu bókarinnar á ensku fyrir íslenskan markað og er það í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt. Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. „Ég er voða rólegur yfir þessu, en get auðvitað ekki annað en verið stoltur yfir þessu vali þeirra,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari, spurður hvernig tilfinning það sé að vera settur á stall með bestu ljósmyndurum sögunnar. „Ég held að þessi bókaflokkur sé mest seldu ljósmyndabækur í heiminum,“ segir Ragnar. Í nóvember er væntanlegt úrval ljósmynda Ragnars Axelssonar í ritröðinni Photo Poche, sem álitin er áhrifamesta ritröð um sögu ljósmyndunar í heiminum. Um er að ræða bókaflokk sem hóf göngu sína í Frakklandi árið 1982 en hefur komið út á mörgum tungumálum, til að mynda á ensku hjá hinni þekktu bókaútgáfu Thames & Hudson. Ragnar er fjórði Norðurlandabúinn sem valinn er í ritröð Photo Poche, en fyrir eru úrvalsbækur með myndum Svíanna Anders Petersen og Christers Strömholm og höfuðljósmyndara Finna, Pentti Sammallahti. Spurður hvort hann hafi haft eitthvað um val myndanna í bókinni að segja verður Ragnar hálfhneykslaður. „Nei, ég sendi þeim bara fullt af myndum og þeir sáu alfarið um valið. Þetta er svolítið eins og að spila með Bítlunum, þeir ráða auðvitað hvaða lag er spilað og maður er bara glaður að fá að vera með.“ Markmið ritraðarinnar Photo Poche er að taka saman í handhægum og ódýrum bókum verk helstu áhrifavalda ljósmyndasögunnar, jafnt frumkvöðla ljósmyndunar á nítjándu öld, sem þeirra ljósmyndara sem mótuðu miðilinn mest á þeirri tuttugustu. Á seinni árum hafa svo yngri ljósmyndarar bæst í hópinn sem taldir eru hafa með verkum sínum bætt nýjum víddum við sögu miðilsins og eflt ljósmyndina sem sérstakt tjáningarform. Með vali á ljósmyndurum í röðina er viðkomandi settur á stall sem einn af höfuðljósmyndurum sögunnar. Hefur valið einhver áhrif á markaðssetningu á verkunum þínum? „Ég veit það ekki, undanfarið hefur beiðnum um sýningar erlendis fjölgað mjög mikið og núna eru fjórar sýningar á myndum eftir mig í gangi í Evrópu; tvær í Þýskalandi, ein í Póllandi og svo er ein í Svíþjóð. Ég er auðvitað óskaplega ánægður með það, en það er ansi mikil vinna sem fylgir svona sýningarhaldi. Sýningarnar í Þýskalandi og Póllandi fara síðan á flakk á næstu árum og svo er verið að spá og spekúlera í ýmsum hlutum í framhaldinu.“ Ragnar segir viðhorfið til ljósmyndunar allt annað erlendis en hér heima. „Reyndar finn ég mikinn hlýhug frá Íslendingum almennt, en í menningargeiranum er ljósmyndun ekki talin með. Það er þó aðeins farið að breytast og sú þróun heldur vonandi áfram.“ Bókaútgáfan Crymogea hefur samið við Actes Sud og Thames & Hudson um sérstaka útgáfu bókarinnar á ensku fyrir íslenskan markað og er það í fyrsta sinn sem slíkt leyfi er veitt.
Menning Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira