Lokað á ferðamenn, vill ráðherra í málið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2013 10:15 Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum: "Þetta er auðvitað til háborinnar skammar." Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bænhúsið og gamli torfbærinn að Núpsstað hafa verið lokuð ferðamönnum í á þriðja ár vegna ágreinings landeiganda og opinberra aðila. Ágreiningur meðal landeigenda við Jökulsárlón kemur einnig í veg fyrir að þar sé ráðist í frekari uppbyggingu. Núpsstaður var áður með vinsælli áningarstöðum við hringveginn um Skaftafellssýslur. Gömlu bæjarhúsin og ekki síst gamla bænhúsið trekktu að. Þar er nú harðlæst hlið og skilti sem segir að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð. Eftir að síðasti ábúandi féll frá fyrir þremur árum kostuðu Skaftárhreppur, Þjóðminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarður starfsmenn til að annast mótttöku ferðamanna og umhirðu snyrtingar, en aðeins til bráðabirgða eitt sumar. „Þarna er bara allt stopp. Þarna fær enginn að fara inn, lok, lok og læs, af því að eigandi jarðarinnar annarsvegar og þjóðminjayfirvöldin hinsvegar eru í hörðum slag um hvernig á að standa að þessu og geta ekki komið sér saman um það,“ segir Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að æðstu yfirvöld þurfi að finna hér sáttamenn og hvetur ráðherra ferðamála að ganga í málið.Við Núpsstað. Læst hlið og skilti segja ferðamönnum að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð.En Knútur nefnir annað dæmi, Jökulsárlón, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar séu 3-4 eldgamlar timburburstir, kofar. Eigendur landsins standi í vegi fyrir því að hægt sé að byggja þar upp alvöru ferðaþjónustu með góðum snyrtingum og þokkalegum veitingarekstri. „Þarna koma 200-300 þúsund manns á hverju ári. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Knútur. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Bænhúsið og gamli torfbærinn að Núpsstað hafa verið lokuð ferðamönnum í á þriðja ár vegna ágreinings landeiganda og opinberra aðila. Ágreiningur meðal landeigenda við Jökulsárlón kemur einnig í veg fyrir að þar sé ráðist í frekari uppbyggingu. Núpsstaður var áður með vinsælli áningarstöðum við hringveginn um Skaftafellssýslur. Gömlu bæjarhúsin og ekki síst gamla bænhúsið trekktu að. Þar er nú harðlæst hlið og skilti sem segir að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð. Eftir að síðasti ábúandi féll frá fyrir þremur árum kostuðu Skaftárhreppur, Þjóðminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarður starfsmenn til að annast mótttöku ferðamanna og umhirðu snyrtingar, en aðeins til bráðabirgða eitt sumar. „Þarna er bara allt stopp. Þarna fær enginn að fara inn, lok, lok og læs, af því að eigandi jarðarinnar annarsvegar og þjóðminjayfirvöldin hinsvegar eru í hörðum slag um hvernig á að standa að þessu og geta ekki komið sér saman um það,“ segir Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að æðstu yfirvöld þurfi að finna hér sáttamenn og hvetur ráðherra ferðamála að ganga í málið.Við Núpsstað. Læst hlið og skilti segja ferðamönnum að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð.En Knútur nefnir annað dæmi, Jökulsárlón, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar séu 3-4 eldgamlar timburburstir, kofar. Eigendur landsins standi í vegi fyrir því að hægt sé að byggja þar upp alvöru ferðaþjónustu með góðum snyrtingum og þokkalegum veitingarekstri. „Þarna koma 200-300 þúsund manns á hverju ári. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Knútur.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira