Lokað á ferðamenn, vill ráðherra í málið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2013 10:15 Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum: "Þetta er auðvitað til háborinnar skammar." Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bænhúsið og gamli torfbærinn að Núpsstað hafa verið lokuð ferðamönnum í á þriðja ár vegna ágreinings landeiganda og opinberra aðila. Ágreiningur meðal landeigenda við Jökulsárlón kemur einnig í veg fyrir að þar sé ráðist í frekari uppbyggingu. Núpsstaður var áður með vinsælli áningarstöðum við hringveginn um Skaftafellssýslur. Gömlu bæjarhúsin og ekki síst gamla bænhúsið trekktu að. Þar er nú harðlæst hlið og skilti sem segir að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð. Eftir að síðasti ábúandi féll frá fyrir þremur árum kostuðu Skaftárhreppur, Þjóðminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarður starfsmenn til að annast mótttöku ferðamanna og umhirðu snyrtingar, en aðeins til bráðabirgða eitt sumar. „Þarna er bara allt stopp. Þarna fær enginn að fara inn, lok, lok og læs, af því að eigandi jarðarinnar annarsvegar og þjóðminjayfirvöldin hinsvegar eru í hörðum slag um hvernig á að standa að þessu og geta ekki komið sér saman um það,“ segir Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að æðstu yfirvöld þurfi að finna hér sáttamenn og hvetur ráðherra ferðamála að ganga í málið.Við Núpsstað. Læst hlið og skilti segja ferðamönnum að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð.En Knútur nefnir annað dæmi, Jökulsárlón, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar séu 3-4 eldgamlar timburburstir, kofar. Eigendur landsins standi í vegi fyrir því að hægt sé að byggja þar upp alvöru ferðaþjónustu með góðum snyrtingum og þokkalegum veitingarekstri. „Þarna koma 200-300 þúsund manns á hverju ári. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Knútur. Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Bænhúsið og gamli torfbærinn að Núpsstað hafa verið lokuð ferðamönnum í á þriðja ár vegna ágreinings landeiganda og opinberra aðila. Ágreiningur meðal landeigenda við Jökulsárlón kemur einnig í veg fyrir að þar sé ráðist í frekari uppbyggingu. Núpsstaður var áður með vinsælli áningarstöðum við hringveginn um Skaftafellssýslur. Gömlu bæjarhúsin og ekki síst gamla bænhúsið trekktu að. Þar er nú harðlæst hlið og skilti sem segir að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð. Eftir að síðasti ábúandi féll frá fyrir þremur árum kostuðu Skaftárhreppur, Þjóðminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarður starfsmenn til að annast mótttöku ferðamanna og umhirðu snyrtingar, en aðeins til bráðabirgða eitt sumar. „Þarna er bara allt stopp. Þarna fær enginn að fara inn, lok, lok og læs, af því að eigandi jarðarinnar annarsvegar og þjóðminjayfirvöldin hinsvegar eru í hörðum slag um hvernig á að standa að þessu og geta ekki komið sér saman um það,“ segir Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að æðstu yfirvöld þurfi að finna hér sáttamenn og hvetur ráðherra ferðamála að ganga í málið.Við Núpsstað. Læst hlið og skilti segja ferðamönnum að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð.En Knútur nefnir annað dæmi, Jökulsárlón, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar séu 3-4 eldgamlar timburburstir, kofar. Eigendur landsins standi í vegi fyrir því að hægt sé að byggja þar upp alvöru ferðaþjónustu með góðum snyrtingum og þokkalegum veitingarekstri. „Þarna koma 200-300 þúsund manns á hverju ári. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Knútur.
Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira