Lokað á ferðamenn, vill ráðherra í málið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2013 10:15 Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum: "Þetta er auðvitað til háborinnar skammar." Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bænhúsið og gamli torfbærinn að Núpsstað hafa verið lokuð ferðamönnum í á þriðja ár vegna ágreinings landeiganda og opinberra aðila. Ágreiningur meðal landeigenda við Jökulsárlón kemur einnig í veg fyrir að þar sé ráðist í frekari uppbyggingu. Núpsstaður var áður með vinsælli áningarstöðum við hringveginn um Skaftafellssýslur. Gömlu bæjarhúsin og ekki síst gamla bænhúsið trekktu að. Þar er nú harðlæst hlið og skilti sem segir að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð. Eftir að síðasti ábúandi féll frá fyrir þremur árum kostuðu Skaftárhreppur, Þjóðminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarður starfsmenn til að annast mótttöku ferðamanna og umhirðu snyrtingar, en aðeins til bráðabirgða eitt sumar. „Þarna er bara allt stopp. Þarna fær enginn að fara inn, lok, lok og læs, af því að eigandi jarðarinnar annarsvegar og þjóðminjayfirvöldin hinsvegar eru í hörðum slag um hvernig á að standa að þessu og geta ekki komið sér saman um það,“ segir Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að æðstu yfirvöld þurfi að finna hér sáttamenn og hvetur ráðherra ferðamála að ganga í málið.Við Núpsstað. Læst hlið og skilti segja ferðamönnum að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð.En Knútur nefnir annað dæmi, Jökulsárlón, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar séu 3-4 eldgamlar timburburstir, kofar. Eigendur landsins standi í vegi fyrir því að hægt sé að byggja þar upp alvöru ferðaþjónustu með góðum snyrtingum og þokkalegum veitingarekstri. „Þarna koma 200-300 þúsund manns á hverju ári. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Knútur. Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Bænhúsið og gamli torfbærinn að Núpsstað hafa verið lokuð ferðamönnum í á þriðja ár vegna ágreinings landeiganda og opinberra aðila. Ágreiningur meðal landeigenda við Jökulsárlón kemur einnig í veg fyrir að þar sé ráðist í frekari uppbyggingu. Núpsstaður var áður með vinsælli áningarstöðum við hringveginn um Skaftafellssýslur. Gömlu bæjarhúsin og ekki síst gamla bænhúsið trekktu að. Þar er nú harðlæst hlið og skilti sem segir að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð. Eftir að síðasti ábúandi féll frá fyrir þremur árum kostuðu Skaftárhreppur, Þjóðminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarður starfsmenn til að annast mótttöku ferðamanna og umhirðu snyrtingar, en aðeins til bráðabirgða eitt sumar. „Þarna er bara allt stopp. Þarna fær enginn að fara inn, lok, lok og læs, af því að eigandi jarðarinnar annarsvegar og þjóðminjayfirvöldin hinsvegar eru í hörðum slag um hvernig á að standa að þessu og geta ekki komið sér saman um það,“ segir Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að æðstu yfirvöld þurfi að finna hér sáttamenn og hvetur ráðherra ferðamála að ganga í málið.Við Núpsstað. Læst hlið og skilti segja ferðamönnum að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð.En Knútur nefnir annað dæmi, Jökulsárlón, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar séu 3-4 eldgamlar timburburstir, kofar. Eigendur landsins standi í vegi fyrir því að hægt sé að byggja þar upp alvöru ferðaþjónustu með góðum snyrtingum og þokkalegum veitingarekstri. „Þarna koma 200-300 þúsund manns á hverju ári. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Knútur.
Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira