Andskotinn ekki með lögheimili í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2013 19:57 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Sjá meira