Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum 25. maí 2013 06:00 Upprunaleit Þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson frá Svíþjóð munu miðla reynslu sinni af upprunaleit á fundi æskulýðsfélags ættleiddra í dag. Ingunn Unnsteinsdóttir (til hægri) var ættleidd frá Srí Lanka árið 1985. Fréttablaðið/Anton „Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Sérstakir gestir á fundunum eru þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson, sem voru sem börn ættleidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Indlandi, en sneru til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hvort þeirra sína söguna um hvenær þráin til að vita meira um uppruna sinn gerði vart við sig. „Ég var sennilega bara fimm ára þegar ég áttaði mig á því að ég var frábrugðinn vinum mínum,“ segir Sebastian, sem er 29 ára gamall. „Áhuginn á að vita meira um uppruna minn magnaðist svo sífellt þegar ég varð fullorðinn, og mér fannst eins og það væri ákveðið tómarúm innra með mér.“ Lisa, sem er 23 ára, segist hins vegar ekkert hafa velt þessum málum fyrir sér, framan af. „Sem barn hugsaði ég aldrei um að ég væri frábrugðin öðrum. Ég bjó í litlu þorpi þar sem allir þekkja alla og komið var fram við alla á sama hátt. Áhuginn á að leita róta minna kom ekki fyrr en í framhaldsskóla. Þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gefið af mér þannig að ég kom mér í samband við ættleiðingastofnun og upp úr því ákvað ég að fara út til Indlands.“ Indlandsdvöl Sebastians og Lisu var gefandi að þeirra sögn, en kom um leið á óvart. „Ég hélt að ég myndi komast í tengsl við indverskar rætur,“ segir Sebastian, „en þess í stað áttaði mig betur á því að ég er sænskur í gegn.“ Lisa tekur í sama streng. „Ég hélt að ég myndi upplifa mig indverska, þar sem ég var umkringd fólki sem líkist mér, en þess í stað áttaði ég mig enn betur á því að ég er algjörlega sænsk,“ segir hún og hlær. Bæði hafa þau fullan hug á að fara aftur til Indlands á næstunni til að vinna með börnum. Fundirnir verða tveir og eru haldnir verða í gamla Sjómannaskólanum, annars vegar klukkan 14 í dag, þar sem ættleidd ungmenni hittast, og hins vegar á sama tíma á morgun en sá fundur er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Sérstakir gestir á fundunum eru þau Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson, sem voru sem börn ættleidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Indlandi, en sneru til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Í samtali við Fréttablaðið segir hvort þeirra sína söguna um hvenær þráin til að vita meira um uppruna sinn gerði vart við sig. „Ég var sennilega bara fimm ára þegar ég áttaði mig á því að ég var frábrugðinn vinum mínum,“ segir Sebastian, sem er 29 ára gamall. „Áhuginn á að vita meira um uppruna minn magnaðist svo sífellt þegar ég varð fullorðinn, og mér fannst eins og það væri ákveðið tómarúm innra með mér.“ Lisa, sem er 23 ára, segist hins vegar ekkert hafa velt þessum málum fyrir sér, framan af. „Sem barn hugsaði ég aldrei um að ég væri frábrugðin öðrum. Ég bjó í litlu þorpi þar sem allir þekkja alla og komið var fram við alla á sama hátt. Áhuginn á að leita róta minna kom ekki fyrr en í framhaldsskóla. Þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvernig ég gæti gefið af mér þannig að ég kom mér í samband við ættleiðingastofnun og upp úr því ákvað ég að fara út til Indlands.“ Indlandsdvöl Sebastians og Lisu var gefandi að þeirra sögn, en kom um leið á óvart. „Ég hélt að ég myndi komast í tengsl við indverskar rætur,“ segir Sebastian, „en þess í stað áttaði mig betur á því að ég er sænskur í gegn.“ Lisa tekur í sama streng. „Ég hélt að ég myndi upplifa mig indverska, þar sem ég var umkringd fólki sem líkist mér, en þess í stað áttaði ég mig enn betur á því að ég er algjörlega sænsk,“ segir hún og hlær. Bæði hafa þau fullan hug á að fara aftur til Indlands á næstunni til að vinna með börnum. Fundirnir verða tveir og eru haldnir verða í gamla Sjómannaskólanum, annars vegar klukkan 14 í dag, þar sem ættleidd ungmenni hittast, og hins vegar á sama tíma á morgun en sá fundur er öllum opinn. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira