Stefnt fyrir að flytja ábyrgðir á ónýt félög Stígur Helgason skrifar 9. mars 2013 06:00 Til rannsóknar Jóhannes, til hægri, og Elmar, til vinstri, voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvemberlok 2011 og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim vegna rannsókna sérstaks saksóknara. Fallist var á varðhald yfir Jóhannesi en ekki Elmari. Fréttablaðið/anton Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi. Stím málið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi.
Stím málið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira