Starfsmenn Landsbankans fá 4,7 milljarða í sinn hlut Kristján Hjálmarsson skrifar 17. júlí 2013 17:18 Steinþór Pálsson bankastjóri segir mikilvægt að hagsmunir Landsbankans og starfsfólks fari saman. Starfsmenn Landsbankans eignast tæplega 1% hlut í bankanum í samræmi við samkomulag frá árinu 2009. Þetta var staðfest á hlutahafafundi í Landsbanknum í dag. Hlutur þeirra starfsmanna bankans sem hafa verið í fullu starfi síðastliðinn fjögur ár nemur allt að fernum mánaðarlaunum, eftir skatta. Í tölvupósti sem Steinþór Pálsson, bankastjóri, sendi starfsmönnum óskar hann þeim til hamingju með bréfin í bankanum. "Það er mikilvægt að hagsmunir ykkar og bankans fari saman," segir Steinþór meðal annars í bréfinu og útlistar síðan nánar skilyrðin sem þeim fylgja. "Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir okkur öll, ákvæði samningsins frá því í lok árs 2009 standa og starfsmenn uppskera eins og til var sáð," segir í lokaorðum bankastjórans.Samningur frá 2009Í tilkynningu frá bankanum er sagt frá samningnum og útlistað hvernig hann snýr að starfsfólki. "Afhending hlutabréfanna byggist á samningi frá 15. desember 2009 en þá gerðu Landsbankinn hf. (þá NBI hf.), LBI hf. (þá Landsbanki Íslands hf.) og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins samning um fjárhagsuppgjör milli Landsbankans hf. og LBI hf. Að kröfu LBI hf. og með samþykki ríkisins var Landsbankanum gert að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn Landsbankans hf. og setti íslenska ríkið skilyrði um að það næði til allra starfsmanna," segir meðal annars í tilkynningunni. Kerfið skyldi taka mið af verðmæti tiltekinna eignasafna stærri fyrirtækja sem lágu til grundvallar ákvörðunar á fjárhæð skilyrts skuldabréfs sem er hluti af fjárhagsuppgjörinu. Niðurstaða verðmats óháðs ytri aðila var að gefa skyldi út skilyrta skuldabréfið miðað við hámarksfjárhæð þess. Hlutabréfin verða afhent starfsmönnum Landsbankans hf. og Landsbréfa hf. sem voru fastráðnir þann 31. mars 2013 og þeim sem látið hafa af störfum vegna aldurs, örorku eða verið sagt upp í hagræðingarskyni. Fjöldi afhentra hluta til hvers og eins starfsmanns er hlutfallslegur og miðast við föst laun og þann tíma sem viðkomandi hefur starfað hjá Landsbankanum frá 15. desember 2009 til 31. mars 2013. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna er 4,7 milljarðar króna. Starfsmönnum ber að greiða tekjuskatt af virði hlutabréfanna, rétt eins og um launagreiðslu væri að ræða.Skrifast á 1.400 starfsmenn Landsbankinn heldur eftir hlutabréfum sem nema fjárhæð tekjuskattsgreiðslu starfsmanna, fjársýsluskatti sem lagður er á fjármálafyrirtæki og öðrum launatengdum gjöldum og ráðstafar þeirri fjárhæð, samanlagt um 2,3 milljörðum króna til ríkisins. Jafnframt renna 600 milljónir króna í lífeyrissjóði og starfsmenn fá því til sín hlutabréf, miðað við skattalegt mat, að verðmæti um 1,8 milljarða króna, eða sem jafngildir innan við 1% af hlutafé bankans. Sú upphæð skiptist á rúmlega 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Starfsmenn mega ekki selja bréfin í þrjú ár frá afhendingu. Verði hlutabréf skráð í kauphöll má selja 60% af bréfunum en þó ekki fyrr en mánuði eftir skráningu. Þau bréf sem eftir standa (40%) má ekki selja í þrjú ár frá afhendingu. Að auki er óheimilt að veðsetja hlutabréfin á þeim tíma sem ekki má framselja þau, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Starfsmenn Landsbankans eignast tæplega 1% hlut í bankanum í samræmi við samkomulag frá árinu 2009. Þetta var staðfest á hlutahafafundi í Landsbanknum í dag. Hlutur þeirra starfsmanna bankans sem hafa verið í fullu starfi síðastliðinn fjögur ár nemur allt að fernum mánaðarlaunum, eftir skatta. Í tölvupósti sem Steinþór Pálsson, bankastjóri, sendi starfsmönnum óskar hann þeim til hamingju með bréfin í bankanum. "Það er mikilvægt að hagsmunir ykkar og bankans fari saman," segir Steinþór meðal annars í bréfinu og útlistar síðan nánar skilyrðin sem þeim fylgja. "Þetta eru jákvæð tíðindi fyrir okkur öll, ákvæði samningsins frá því í lok árs 2009 standa og starfsmenn uppskera eins og til var sáð," segir í lokaorðum bankastjórans.Samningur frá 2009Í tilkynningu frá bankanum er sagt frá samningnum og útlistað hvernig hann snýr að starfsfólki. "Afhending hlutabréfanna byggist á samningi frá 15. desember 2009 en þá gerðu Landsbankinn hf. (þá NBI hf.), LBI hf. (þá Landsbanki Íslands hf.) og fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins samning um fjárhagsuppgjör milli Landsbankans hf. og LBI hf. Að kröfu LBI hf. og með samþykki ríkisins var Landsbankanum gert að koma á árangurstengdu launakerfi fyrir starfsmenn Landsbankans hf. og setti íslenska ríkið skilyrði um að það næði til allra starfsmanna," segir meðal annars í tilkynningunni. Kerfið skyldi taka mið af verðmæti tiltekinna eignasafna stærri fyrirtækja sem lágu til grundvallar ákvörðunar á fjárhæð skilyrts skuldabréfs sem er hluti af fjárhagsuppgjörinu. Niðurstaða verðmats óháðs ytri aðila var að gefa skyldi út skilyrta skuldabréfið miðað við hámarksfjárhæð þess. Hlutabréfin verða afhent starfsmönnum Landsbankans hf. og Landsbréfa hf. sem voru fastráðnir þann 31. mars 2013 og þeim sem látið hafa af störfum vegna aldurs, örorku eða verið sagt upp í hagræðingarskyni. Fjöldi afhentra hluta til hvers og eins starfsmanns er hlutfallslegur og miðast við föst laun og þann tíma sem viðkomandi hefur starfað hjá Landsbankanum frá 15. desember 2009 til 31. mars 2013. Skattalegt verðmæti hlutabréfanna er 4,7 milljarðar króna. Starfsmönnum ber að greiða tekjuskatt af virði hlutabréfanna, rétt eins og um launagreiðslu væri að ræða.Skrifast á 1.400 starfsmenn Landsbankinn heldur eftir hlutabréfum sem nema fjárhæð tekjuskattsgreiðslu starfsmanna, fjársýsluskatti sem lagður er á fjármálafyrirtæki og öðrum launatengdum gjöldum og ráðstafar þeirri fjárhæð, samanlagt um 2,3 milljörðum króna til ríkisins. Jafnframt renna 600 milljónir króna í lífeyrissjóði og starfsmenn fá því til sín hlutabréf, miðað við skattalegt mat, að verðmæti um 1,8 milljarða króna, eða sem jafngildir innan við 1% af hlutafé bankans. Sú upphæð skiptist á rúmlega 1.400 núverandi og fyrrverandi starfsmenn. Starfsmenn mega ekki selja bréfin í þrjú ár frá afhendingu. Verði hlutabréf skráð í kauphöll má selja 60% af bréfunum en þó ekki fyrr en mánuði eftir skráningu. Þau bréf sem eftir standa (40%) má ekki selja í þrjú ár frá afhendingu. Að auki er óheimilt að veðsetja hlutabréfin á þeim tíma sem ekki má framselja þau, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira