Flokkarnir vilja lækka tryggingagjaldið sem hefur skilað millljörðum í kassann Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. apríl 2013 18:56 Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt. Kosningar 2013 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt.
Kosningar 2013 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira