Lögmaður rétthafa segir lögbannið neyðarúrræði Haraldur Guðmundsson skrifar 2. október 2013 18:11 „Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“ Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira
„Krafan gegn þessum fyrirtækjum er sú að þau loki fyrir aðgang viðskiptavina sinna að skráarskiptasíðunum Pirate Bay og Deildu.net, þar sem stórtækustu höfundarréttarbrotin hafa átt sér stað undanfarin ár,“ segir Tómas Jónsson, lögmaður fjögurra rétthafasamtaka sem hafa sent lögbannsbeiðni til Sýslumannsins í Reykjavík þar sem farið er fram á að fimm fjarskiptafyrirtæki loki fyrir aðgang að umræddum síðum. Tómas segir lögbannsbeiðnina ekki eiga að gefa í skyn að fjarskiptafyrirtækin beri ábyrgð á brotunum. „Vandamálið er að það næst ekki í þá sem eru í forsvari fyrir þessar síður og það veit enginn hverjir þeir eru. Það er ekki hægt að fara fram á lögbann gegn einhverjum sem þú veist ekki hver er og því er þetta neyðarúrræði,“ segir Tómas. Fjarskiptafyrirtækin Síminn, Vodafone og Hringdu voru tilbúin til að tjá sig um málið í dag. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, sagði fyrirtækið hafa bent á að það leiki lagalegur vafi á því hvort unnt sé að takmarka aðgengi með þeim hætti sem rétthafarnir vilja fara. „Nú munu loksins til þess bærir aðilar taka ákvörðun um hvað beri að gera í málum sem þessum. Við bíðum niðurstöðunnar og bregðumst við í takti við hana. Við verndum okkar viðskiptavini,“ sagði Gunnhildur. Kristinn Pétursson, talsmaður fjarskiptafélagsins Hringdu, sagði að með lögbannsbeiðninni sé: „SMÁÍS komið í hlutverk netlöggunnar og ætlist til þess að síma- og fjarskiptafyrirtækin sjái um fangelsismálin. Þetta er álíka gáfulegt og ætla að stöðva smygl með því að banna flugumferð og siglingar. SMÁÍS eiga að leita til lögreglunnar til að stöðva afbrotamennina frekar en taka lögin í eigin hendur og hindra aðgang almennings að internetinu.“ Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, sagði eðlilegt að réttaróvissu um málið verði eytt. „Að sama skapi er mikilvægt að eitt verði látið ganga um öll fjarskiptafyrirtækin þannig að einu fyrirtæki verði ekki bannað það sem öðru er leyft.“
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Sjá meira