Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2013 13:27 Heiðar Már (til vinstri) og Gylfi Magnússon. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. Heiðar Már tiltekur fjölmörg dæmi þess í greininni sem að sýna, að hans mati, „...að mat Gylfa Magnússonar er ekkert til að byggja á." Heiðar minnist ummæla Gylfa þess efnis að Ísland yrði „Kúba norðursins" ef ekki yrði skrifað undir fyrstu samninganna vegna Icesave-reikninganna. Ísland gæti ekki fengið alþjóðlega lán en annað hafi komið á daginn. „Síðan þess hefur ríkissjóður sótt sér lán alþjóðlega, fyrst einn milljarð dollara árið 2011 og aftur sömu fjárhæð árið 2012, þrátt fyrir að IceSave væri enn ófrágengið," ritar Heiðar og bætir við „...að samningurinn sem Gylfi vildi samþykkja hefði væntanlega valdið greiðslufalli ríkisins." Þá nefnir Heiðar Már til hlutverk Gylfa sem viðskiptaráðherra þegar Landsbankinn var endurreistur sem ríkisbanki. „Eins ákvað Gylfi að taka ekki sérstaklega út þá áhættu sem var af gengsibundnum lánum bankans, heldur lét ríkið taka það eignasafn yfir, sem síðan rýrnaði stórkostlega þegar dómar féllu um ólögmæti lánanna," skrifar Heiðar. Hann minnir á löfræðiálit um ólögmæti lánanna sem Seðlbankinn sendi frá sér. Auk þess bendir Heiðar Már á að viðmót Gylfa sem stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur hafi orðið til þess gjöld til almennings hafi hækkað gríðarlega á síðustu árum. Þá segir Heiðar Már að fullyrðingar Gylfa í fjölmiðlum varðandi skuldastöðu þjóðarinnar og afgang af viðskiptum ekki standast neina skoðun. Gylfi Magnússon sagðist í samtali við Vísi í dag reikna með því að svara grein Heiðars Más á sama vettvangi. Tengil á grein Heiðars Más má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Kerfisbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. 11. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. Heiðar Már tiltekur fjölmörg dæmi þess í greininni sem að sýna, að hans mati, „...að mat Gylfa Magnússonar er ekkert til að byggja á." Heiðar minnist ummæla Gylfa þess efnis að Ísland yrði „Kúba norðursins" ef ekki yrði skrifað undir fyrstu samninganna vegna Icesave-reikninganna. Ísland gæti ekki fengið alþjóðlega lán en annað hafi komið á daginn. „Síðan þess hefur ríkissjóður sótt sér lán alþjóðlega, fyrst einn milljarð dollara árið 2011 og aftur sömu fjárhæð árið 2012, þrátt fyrir að IceSave væri enn ófrágengið," ritar Heiðar og bætir við „...að samningurinn sem Gylfi vildi samþykkja hefði væntanlega valdið greiðslufalli ríkisins." Þá nefnir Heiðar Már til hlutverk Gylfa sem viðskiptaráðherra þegar Landsbankinn var endurreistur sem ríkisbanki. „Eins ákvað Gylfi að taka ekki sérstaklega út þá áhættu sem var af gengsibundnum lánum bankans, heldur lét ríkið taka það eignasafn yfir, sem síðan rýrnaði stórkostlega þegar dómar féllu um ólögmæti lánanna," skrifar Heiðar. Hann minnir á löfræðiálit um ólögmæti lánanna sem Seðlbankinn sendi frá sér. Auk þess bendir Heiðar Már á að viðmót Gylfa sem stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur hafi orðið til þess gjöld til almennings hafi hækkað gríðarlega á síðustu árum. Þá segir Heiðar Már að fullyrðingar Gylfa í fjölmiðlum varðandi skuldastöðu þjóðarinnar og afgang af viðskiptum ekki standast neina skoðun. Gylfi Magnússon sagðist í samtali við Vísi í dag reikna með því að svara grein Heiðars Más á sama vettvangi. Tengil á grein Heiðars Más má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Kerfisbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. 11. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Kerfisbundinn misskilningur Gylfa Magnússonar Síðan Gylfi Magnússon dósent steig inn í stjórnmálin hefur hann sagt og gert ýmislegt sem orkar tvímælis. Með því að lesa greinar og tilvitnanir í þennan fyrrverandi ráðherra viðskipta- og efnahagsmála kemur í ljós að í mati hans á skuldum og byrði þeirra hefur hann kerfisbundið rangt fyrir sér. 11. febrúar 2013 06:00