Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Valur Grettisson skrifar 23. september 2013 07:00 Framleiðendur tónlistar voru lengi að bregðast við breyttri tónlistarnotkun. „Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við. Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Sjá meira
„Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við.
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Fleiri fréttir Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Sjá meira