Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Valur Grettisson skrifar 23. september 2013 07:00 Framleiðendur tónlistar voru lengi að bregðast við breyttri tónlistarnotkun. „Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
„Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira