Lítið aðhafst vegna ólöglegs niðurhals Valur Grettisson skrifar 23. september 2013 07:00 Framleiðendur tónlistar voru lengi að bregðast við breyttri tónlistarnotkun. „Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við. Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
„Við höldum að tjónið sé á bilinu fimm hundruð milljónir upp í milljarð árlega,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH). Norræn ráðstefna á vegum Nordic Anti Piracy Operation (NAPO) var haldin á Nordica-hótelinu á föstudaginn en hún fjallaði um ólöglegt niðurhal og áhrif þess á íslenskan afþreyingariðnað. Það eru Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), SMÁÍS, Stef og Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda sem standa að ráðstefnunni. Þar koma saman lögreglumenn frá Norðurlöndunum, starfsmenn ráðuneyta og rétthafasamtök á Norðurlöndum og ræða þetta sívaxandi vandamál sem hefur herjað á afþreyingariðnaðinn. Þá voru einnig fulltrúar embættis sérstaks saksóknara á ráðstefnunni. Gunnar segir að hér á landi séu lög til staðar til þess að koma í veg fyrir ólöglegt niðurhal. Meðal annars hafi sambandið kært forsvarsmenn heimasíðunnar deildu.net til lögreglu á síðasta ári en Gunnar segir að þar séu 50 þúsund notendur. Ekkert hefur verið aðhafst í málinu síðan það var kært, og það gagnrýnir Gunnar. „Það sem skilur okkur frá hinum Norðurlöndunum er að í Svíþjóð og í Danmörku eru sérstakar miðlægar deildir hjá lögreglu sem taka almennilega á svona málum,“ segir Gunnar sem finnst framkvæmdavaldið bregðast framleiðendum tónlistar og kvikmynda. Aðspurður hvort tónlistariðnaðurinn hafi ekki brugðist of seint við þróun tónlistar á netinu svarar Gunnar því til að það sé vissulega rétt en nú sé auðvelt að nálgast tónlist á löglegan hátt á netinu. Hann bendir til að mynda á Tónlist.is og Spotify. Þessar tvær tónlistarveitur hafa til að mynda stóraukið fjárstreymi inn í íslenskan tónlistariðnað að sögn Gunnars. Það er þó ljóst að fjölmargir hlaða tónlist ólöglega niður. Ein vinsælasta heimasíðan þar sem niðurhal er stundað er The Piratebay. Aðspurður hvernig samtökin bregðist við því, svarar Gunnar: „Það er hægt að fara fram á lögbann gegn fjarskiptasíðum og þannig loka á aðgengi almennings að síðunni.“ Spurður hvort það komi til greina að sækja til saka einstaklinga sem hlaða niður efni svarar Gunnar neitandi. Hann segir bestu leiðina að vekja fólk til umhugsunar um ólöglegt niðurhal. „Við höfum frekar reynt að koma á viðhorfsbreytingu með jákvæðari hætti,“ bætir hann við.
Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira