Augun búin til úr borðtenniskúlum Sara McMahon skrifar 28. ágúst 2013 14:30 Guðmundur Þór Kárason glæddi RIFF-lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Fréttablaðið/arnþór „Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar. Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“ Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur ÞórHér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur ÞórHér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Þar sem þetta eru bara ljósmyndir og lundinn þarf ekkert að hreyfa sig var hann leiraður úr venjulegum krakkaleir. Þegar breyta þurfti svipbrigðum hans leiraði ég hann bara til. Augun voru svo búin til úr bangsaaugum og borðtenniskúlum svo hægt væri að hreyfa þau,“ segir Guðmundur Þór Kárason, brúðu- og grafískur hönnuður. Guðmundur glæddi lógó kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival lífi fyrir kynningarmyndir hátíðarinnar. Guðmundur, sem starfar sem brúðuhönnuður og leikari hjá Latabæ, segir aðstandendur RIFF hafa haft samband við hann og óskað eftir samstarfi. „Þau vildu glæða lundann lífi í tilefni tíu ára afmælis hátíðarinnar. Mig hafði lengi langað að gera eitthvað þessu líkt og stökk því á tækifærið þegar það bauðst.“ Guðmundur mótaði lundann úr leir og var fuglinn síðan myndaður í félagsskap vinsælla íslenskra leikara og leikstjóra, en Guðmundur á einnig heiðurinn af ljósmyndunum. „Það var manneskja sem klæddist lundabúning í tökunum en höfuðið sjálft var „fótósjoppað“ inn á myndina eftir á. Lundinn er ekki raunsæ eftirmynd alvöru lunda, okkar lundi brosir og er með svolítinn hártopp,“ segir Guðmundur að lokum.Hér má sjá annað af tveimur veggspjöldum hátíðarinnar.Mynd/Guðmundur ÞórHér má sjá lundann á byrjunarstigi.Mynd/Guðmundur ÞórHér er lundahöfuðið farið að taka á sig mynd.Mynd/Guðmundur Þór
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira