Það var alltaf hljóðfæraleikur í þessu húsi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2013 14:00 Matthías Nardeau óbóleikari var mættur í safnið til að æfa fyrir tónleikana annað kvöld og er hér með skipuleggjandanum og dótturinni í húsinu, Hlíf Sigurjónsdóttur.Fréttablaðið/Valli „Við erum með mjög flotta tónlistarmenn í sumar. Matthías Nardeau er fyrstur, hann spilar eins og engill á óbóið sitt og það er ekki oft sem heilir tónleikar eru leiknir á það hljóðfæri, eitt og sér,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleika Listasafns Sigurjóns. Hún er að tala um tónleikana annað kvöld, þá fyrstu í safninu þetta sumarið.Æft í öllum hornum Hlíf er eitt fjögurra barna listamannsins Sigurjóns og Birgittu Spur, konu hans. Hún ólst upp í húsinu á Laugarnestanganum við listasafnið. Sumartónleikahefðin í safninu er á tuttugasta og fimmta ári og Hlíf rekur upphaf hennar til þess að þau systkinin hafi öll verið að læra á hljóðfæri og segir þau oft hafa komið fram á tónleikunum fyrstu árin. „Það var alltaf hljóðfæraleikur í húsinu. Við systkinin æfðum okkur í öllum hornum. Það var slegist um að vera niðri hjá pabba í vinnustofunni, eða frammi í forstofu,“ rifjar hún upp og fræðir mig um að tveir af albræðrum hennar hafi starfað við tónlist, Freyr Sigurjónsson sé fyrsti flautuleikari sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbaó á Spáni og Ólafur Spur sellóleikari hafi verið í sinfóníuhljómsveit í Malmö í Svíþjóð. Dagur, sem búsettur er í Danmörku, hafi ekki lagt tónlistina fyrir sig.Grasrótin brást ekki „Við móðir mín og eiginmaður stóðum frammi fyrir því í fyrrasumar að kannski væri þessi tónlistarþáttur starfsins í safninu bara búinn því aðstæður breyttust. Mamma gaf safnið, húsið og eigurnar til þjóðarinnar,“ segir Hlíf og bætir við sposk. „Á þessum síðustu tímum verður allt að skila arði í beinhörðum peningum og þá er ekki búið að verðsetja lífsgæði.“ Hún segir þau hafa ákveðið að safna peningum til að styðja við bakið á 25. tónleikaröðinni. „Við póstlögðum um tuttugu bréf til fyrirtækjanna í Borgartúninu. Þeim var boðið að kaupa styrktarlínur í sumartónleikabæklinginn, kaupa X marga miða á tónleika eða veita styrk. Fjögur fyrirtæki svöruðu strax að þau sæju sér það ekki fært og frá öðrum heyrðist ekkert. Fyrir þremur vikum var bæklingurinn að fara í prentun og ég ákvað að hringja í öll fyrirtækin og árétta boðið. Sá bæklingur fer víða og þar með auglýsingarnar. Það voru lögfræðingar sem mamma hefur skipt við sem slógu til, ásamt Frú Laugu, bændamarkaði og Fiskbúðinni á Sundlaugaveginum. Grasrótin sem hefur sans fyrir hlutum.“ Öllu betur gekk að fá listafólk til að koma fram. „Bæði í fyrra og núna hafa rúmlega fimmtíu sótt um en við erum með átta tónleika. Fólk vill koma og spila og það er ekki út af peningunum, því við getum ekki borgað mikið. En salurinn er yndislegur og staðsetningin einstök. Þannig blandast saman tónlist, myndlist og umhverfi. Þetta er allt verðmætt og fer vel saman.“ Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Við erum með mjög flotta tónlistarmenn í sumar. Matthías Nardeau er fyrstur, hann spilar eins og engill á óbóið sitt og það er ekki oft sem heilir tónleikar eru leiknir á það hljóðfæri, eitt og sér,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleika Listasafns Sigurjóns. Hún er að tala um tónleikana annað kvöld, þá fyrstu í safninu þetta sumarið.Æft í öllum hornum Hlíf er eitt fjögurra barna listamannsins Sigurjóns og Birgittu Spur, konu hans. Hún ólst upp í húsinu á Laugarnestanganum við listasafnið. Sumartónleikahefðin í safninu er á tuttugasta og fimmta ári og Hlíf rekur upphaf hennar til þess að þau systkinin hafi öll verið að læra á hljóðfæri og segir þau oft hafa komið fram á tónleikunum fyrstu árin. „Það var alltaf hljóðfæraleikur í húsinu. Við systkinin æfðum okkur í öllum hornum. Það var slegist um að vera niðri hjá pabba í vinnustofunni, eða frammi í forstofu,“ rifjar hún upp og fræðir mig um að tveir af albræðrum hennar hafi starfað við tónlist, Freyr Sigurjónsson sé fyrsti flautuleikari sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbaó á Spáni og Ólafur Spur sellóleikari hafi verið í sinfóníuhljómsveit í Malmö í Svíþjóð. Dagur, sem búsettur er í Danmörku, hafi ekki lagt tónlistina fyrir sig.Grasrótin brást ekki „Við móðir mín og eiginmaður stóðum frammi fyrir því í fyrrasumar að kannski væri þessi tónlistarþáttur starfsins í safninu bara búinn því aðstæður breyttust. Mamma gaf safnið, húsið og eigurnar til þjóðarinnar,“ segir Hlíf og bætir við sposk. „Á þessum síðustu tímum verður allt að skila arði í beinhörðum peningum og þá er ekki búið að verðsetja lífsgæði.“ Hún segir þau hafa ákveðið að safna peningum til að styðja við bakið á 25. tónleikaröðinni. „Við póstlögðum um tuttugu bréf til fyrirtækjanna í Borgartúninu. Þeim var boðið að kaupa styrktarlínur í sumartónleikabæklinginn, kaupa X marga miða á tónleika eða veita styrk. Fjögur fyrirtæki svöruðu strax að þau sæju sér það ekki fært og frá öðrum heyrðist ekkert. Fyrir þremur vikum var bæklingurinn að fara í prentun og ég ákvað að hringja í öll fyrirtækin og árétta boðið. Sá bæklingur fer víða og þar með auglýsingarnar. Það voru lögfræðingar sem mamma hefur skipt við sem slógu til, ásamt Frú Laugu, bændamarkaði og Fiskbúðinni á Sundlaugaveginum. Grasrótin sem hefur sans fyrir hlutum.“ Öllu betur gekk að fá listafólk til að koma fram. „Bæði í fyrra og núna hafa rúmlega fimmtíu sótt um en við erum með átta tónleika. Fólk vill koma og spila og það er ekki út af peningunum, því við getum ekki borgað mikið. En salurinn er yndislegur og staðsetningin einstök. Þannig blandast saman tónlist, myndlist og umhverfi. Þetta er allt verðmætt og fer vel saman.“
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira