Það var alltaf hljóðfæraleikur í þessu húsi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2013 14:00 Matthías Nardeau óbóleikari var mættur í safnið til að æfa fyrir tónleikana annað kvöld og er hér með skipuleggjandanum og dótturinni í húsinu, Hlíf Sigurjónsdóttur.Fréttablaðið/Valli „Við erum með mjög flotta tónlistarmenn í sumar. Matthías Nardeau er fyrstur, hann spilar eins og engill á óbóið sitt og það er ekki oft sem heilir tónleikar eru leiknir á það hljóðfæri, eitt og sér,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleika Listasafns Sigurjóns. Hún er að tala um tónleikana annað kvöld, þá fyrstu í safninu þetta sumarið.Æft í öllum hornum Hlíf er eitt fjögurra barna listamannsins Sigurjóns og Birgittu Spur, konu hans. Hún ólst upp í húsinu á Laugarnestanganum við listasafnið. Sumartónleikahefðin í safninu er á tuttugasta og fimmta ári og Hlíf rekur upphaf hennar til þess að þau systkinin hafi öll verið að læra á hljóðfæri og segir þau oft hafa komið fram á tónleikunum fyrstu árin. „Það var alltaf hljóðfæraleikur í húsinu. Við systkinin æfðum okkur í öllum hornum. Það var slegist um að vera niðri hjá pabba í vinnustofunni, eða frammi í forstofu,“ rifjar hún upp og fræðir mig um að tveir af albræðrum hennar hafi starfað við tónlist, Freyr Sigurjónsson sé fyrsti flautuleikari sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbaó á Spáni og Ólafur Spur sellóleikari hafi verið í sinfóníuhljómsveit í Malmö í Svíþjóð. Dagur, sem búsettur er í Danmörku, hafi ekki lagt tónlistina fyrir sig.Grasrótin brást ekki „Við móðir mín og eiginmaður stóðum frammi fyrir því í fyrrasumar að kannski væri þessi tónlistarþáttur starfsins í safninu bara búinn því aðstæður breyttust. Mamma gaf safnið, húsið og eigurnar til þjóðarinnar,“ segir Hlíf og bætir við sposk. „Á þessum síðustu tímum verður allt að skila arði í beinhörðum peningum og þá er ekki búið að verðsetja lífsgæði.“ Hún segir þau hafa ákveðið að safna peningum til að styðja við bakið á 25. tónleikaröðinni. „Við póstlögðum um tuttugu bréf til fyrirtækjanna í Borgartúninu. Þeim var boðið að kaupa styrktarlínur í sumartónleikabæklinginn, kaupa X marga miða á tónleika eða veita styrk. Fjögur fyrirtæki svöruðu strax að þau sæju sér það ekki fært og frá öðrum heyrðist ekkert. Fyrir þremur vikum var bæklingurinn að fara í prentun og ég ákvað að hringja í öll fyrirtækin og árétta boðið. Sá bæklingur fer víða og þar með auglýsingarnar. Það voru lögfræðingar sem mamma hefur skipt við sem slógu til, ásamt Frú Laugu, bændamarkaði og Fiskbúðinni á Sundlaugaveginum. Grasrótin sem hefur sans fyrir hlutum.“ Öllu betur gekk að fá listafólk til að koma fram. „Bæði í fyrra og núna hafa rúmlega fimmtíu sótt um en við erum með átta tónleika. Fólk vill koma og spila og það er ekki út af peningunum, því við getum ekki borgað mikið. En salurinn er yndislegur og staðsetningin einstök. Þannig blandast saman tónlist, myndlist og umhverfi. Þetta er allt verðmætt og fer vel saman.“ Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við erum með mjög flotta tónlistarmenn í sumar. Matthías Nardeau er fyrstur, hann spilar eins og engill á óbóið sitt og það er ekki oft sem heilir tónleikar eru leiknir á það hljóðfæri, eitt og sér,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleika Listasafns Sigurjóns. Hún er að tala um tónleikana annað kvöld, þá fyrstu í safninu þetta sumarið.Æft í öllum hornum Hlíf er eitt fjögurra barna listamannsins Sigurjóns og Birgittu Spur, konu hans. Hún ólst upp í húsinu á Laugarnestanganum við listasafnið. Sumartónleikahefðin í safninu er á tuttugasta og fimmta ári og Hlíf rekur upphaf hennar til þess að þau systkinin hafi öll verið að læra á hljóðfæri og segir þau oft hafa komið fram á tónleikunum fyrstu árin. „Það var alltaf hljóðfæraleikur í húsinu. Við systkinin æfðum okkur í öllum hornum. Það var slegist um að vera niðri hjá pabba í vinnustofunni, eða frammi í forstofu,“ rifjar hún upp og fræðir mig um að tveir af albræðrum hennar hafi starfað við tónlist, Freyr Sigurjónsson sé fyrsti flautuleikari sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbaó á Spáni og Ólafur Spur sellóleikari hafi verið í sinfóníuhljómsveit í Malmö í Svíþjóð. Dagur, sem búsettur er í Danmörku, hafi ekki lagt tónlistina fyrir sig.Grasrótin brást ekki „Við móðir mín og eiginmaður stóðum frammi fyrir því í fyrrasumar að kannski væri þessi tónlistarþáttur starfsins í safninu bara búinn því aðstæður breyttust. Mamma gaf safnið, húsið og eigurnar til þjóðarinnar,“ segir Hlíf og bætir við sposk. „Á þessum síðustu tímum verður allt að skila arði í beinhörðum peningum og þá er ekki búið að verðsetja lífsgæði.“ Hún segir þau hafa ákveðið að safna peningum til að styðja við bakið á 25. tónleikaröðinni. „Við póstlögðum um tuttugu bréf til fyrirtækjanna í Borgartúninu. Þeim var boðið að kaupa styrktarlínur í sumartónleikabæklinginn, kaupa X marga miða á tónleika eða veita styrk. Fjögur fyrirtæki svöruðu strax að þau sæju sér það ekki fært og frá öðrum heyrðist ekkert. Fyrir þremur vikum var bæklingurinn að fara í prentun og ég ákvað að hringja í öll fyrirtækin og árétta boðið. Sá bæklingur fer víða og þar með auglýsingarnar. Það voru lögfræðingar sem mamma hefur skipt við sem slógu til, ásamt Frú Laugu, bændamarkaði og Fiskbúðinni á Sundlaugaveginum. Grasrótin sem hefur sans fyrir hlutum.“ Öllu betur gekk að fá listafólk til að koma fram. „Bæði í fyrra og núna hafa rúmlega fimmtíu sótt um en við erum með átta tónleika. Fólk vill koma og spila og það er ekki út af peningunum, því við getum ekki borgað mikið. En salurinn er yndislegur og staðsetningin einstök. Þannig blandast saman tónlist, myndlist og umhverfi. Þetta er allt verðmætt og fer vel saman.“
Menning Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“