„Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir fordæmalausri hörku“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. júlí 2013 19:01 "Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. MYND/AP Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“
Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira