„Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir fordæmalausri hörku“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. júlí 2013 19:01 "Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. MYND/AP Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Talsmaður Wikileaks segir Bandaríkjamenn beita vinaþjóðir sínar fordæmalausri hörku og ofbeldi vegna uppljóstrarans Edward Snowdens. Bandarísk yfirvöld hafa farið fram á það við utanríkisráðuneytið að Snowden verði framseldur komi hann hingað til lands. Utanríkisráðuneytið tók í síðustu viku á móti orðsendingu frá bandaríska sendiráðinu með beiðni um framsal á Edward Snowden. Beiðnin var framsend til innanríkisráðuneytisins til lögformlegrar meðferðar, hún verður þó ekki tekin til framkvæmda enda situ hinn landlausi Snowden enn sem fastast á alþjóða flugvellinum í Moskvu. „Það sem við höfum séð í þessu máli er fordæmalaus harka sem Bandaríkjamenn beita sínar vinaþjóðir," segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks. „Þessi framsalskrafa — sem send er fyrirfram — er liður í þessu ferli og verður ekki túlkuð með öðrum hætti en sem partur af þessum þrýstingi og hótunum Bandaríkjamanna."„Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden.MYND/APSnowden hefur sótt um hæli í um þrjátíu löndum, þar á meðal hér á landi. Yfirvöld í Venesúela og Nígaragúa hafa lýst yfir áhuga að fá Snowden til síns. Alþingi felldi á dögunum tillögu þess efnis að mál Snowdens færi í nefnd en hún var lögð fram af þingmönnum Pírata eftir að formleg umsókn Snowden um íslenskan ríkisborgararétt barst. „Maður heldur náttúrulega í vonina að það verðir breyting á viðhorfum, sérstaklega hjá þessum þjóðum í Evrópu sem maður hefði nú haldið að tækju sínar eigin ákvarðanir í sínum málum." The Guardian birti í dag seinni hluta viðtals við Snowden sem tekið var í júní. Þar ítrekar Snowden að trú hans á friðhelgi einkalífsins hafi verið hvatinn að lekanum. „Ég vil ekki lifa í heimi þar sem allt sem ég segi, allt sem ég geri, allir sem ég tala við, öll tjáning sköpunargleði, ástar eða vináttu er skráð," segir Snowden. „Það er ekki nokkuð sem ég vil styðja eða stuðla að og það er ekki nokkuð sem ég er tilbúinn að búa við.“ „Ég held að margir af minni kynslóð, þeir sem hafa alist upp við Internetið hafi skilið þetta svona.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira