Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Svavar Hávarðsson skrifar 19. ágúst 2013 08:00 Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að því innan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hvernig því verður mætt að IPA-styrkur Evrópusambandsins til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Verkefnið snýst um að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi og talið nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með samþykkt matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Matís og Matvælastofnun sendu frá sér neyðarkall vegna málsins á fimmtudag og minntu á að undanþágur Íslandi til handa á matvælalöggjöfinni myndu falla niður ef verkefnið fengi ekki framgang. Þar sagði jafnframt að ef íslensk stjórnvöld brygðust ekki við væri matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu. Um talsverða fjármuni er að tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.Sigurður Ingi Jóhannsson„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi. Mikilvægt er að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að vera komin inn á innri markað ESB. Nú hefur ESB dregið til baka IPA-styrki sem meðal annars átti að nýta til tækjakaupa. Það kallar á nýja nálgun í fjármögnun þess verkefnis og verður farið yfir stöðu þessa máls innan ráðuneytisins og er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni hvort stjórnvöld ætluðu að taka við boltanum og fjármagna verkefnið. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið af þessum stofnunum að leita til ráðuneytisins um hvernig nálgast megi málið lausnamiðað, og þróa þá vinnu sem liggur fyrir að nú þarf að fara í, í stað þess að vera með hræðsluáróður í fjölmiðlum, segir Sigurður Ingi jafnframt í svari sínu. Í fréttatilkynningunni segir „að neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það“. Verkefnið Örugg matvæli var sett af stað til að vinna að uppbyggingu nauðsynlegs tækjabúnaðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatökum og gæðamálum, sem tengjast matvælaeftirliti og matvælarannsóknum. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Unnið er að því innan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hvernig því verður mætt að IPA-styrkur Evrópusambandsins til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Verkefnið snýst um að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi og talið nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með samþykkt matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Matís og Matvælastofnun sendu frá sér neyðarkall vegna málsins á fimmtudag og minntu á að undanþágur Íslandi til handa á matvælalöggjöfinni myndu falla niður ef verkefnið fengi ekki framgang. Þar sagði jafnframt að ef íslensk stjórnvöld brygðust ekki við væri matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu. Um talsverða fjármuni er að tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.Sigurður Ingi Jóhannsson„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi. Mikilvægt er að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að vera komin inn á innri markað ESB. Nú hefur ESB dregið til baka IPA-styrki sem meðal annars átti að nýta til tækjakaupa. Það kallar á nýja nálgun í fjármögnun þess verkefnis og verður farið yfir stöðu þessa máls innan ráðuneytisins og er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni hvort stjórnvöld ætluðu að taka við boltanum og fjármagna verkefnið. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið af þessum stofnunum að leita til ráðuneytisins um hvernig nálgast megi málið lausnamiðað, og þróa þá vinnu sem liggur fyrir að nú þarf að fara í, í stað þess að vera með hræðsluáróður í fjölmiðlum, segir Sigurður Ingi jafnframt í svari sínu. Í fréttatilkynningunni segir „að neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það“. Verkefnið Örugg matvæli var sett af stað til að vinna að uppbyggingu nauðsynlegs tækjabúnaðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatökum og gæðamálum, sem tengjast matvælaeftirliti og matvælarannsóknum.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira