Tekur 2-3 vikur að læra að hakka sig inn á svona síður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 16:47 „Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum. Vodafone-innbrotið Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
„Einstaklingur sem er allt í lagi á tölvur myndi bara þurfa svona 2-3 vikur til að tileinka sér þá þekkingu sem þarf til að gera svona áras,“ segir Ýmir Vigfússon, lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi Syndis sem er tölvuöryggisfyrirtæki. Hann segir að ekki þurfi mikla tæknilega þekkingu til að gera þetta. „Það eru alls konar ástæður fyrir því af hverju hakk á sér stað, oftast fellur hakk í einn af þremur flokkum. Í fyrsta lagi þá sem eru bara að fikta og gera þetta til að sýna mátt sinn og megin. Ekkert bendir til annars en að árásin á Vodafone í dag falli í þann flokk. Í öðru lagi þegar glæpasamtök hakka sig inn í gögn með fjárhagslegum tilgangi, til að svíkja peninga úr fólki, fjárkúgun eða þvíumlíkt. Í þriðja lagi þegar brotist er inn í ríkisstofnanir með þeim tilgangi að stela leynilegum upplýsingum í pólitískum tilgangi,“ segir Ýmir. Ýmir segir að íslenskum fyrirtækjum oft alltof lítið umhugað um netöryggi. „Það vill vera svolítið þannig á Íslandi að menn eyða miklu í að vernda húsnæði sitt og eigur en um leið og komið er inn fyrir dyrnar á þessum fyrirtækjum er allt opið. Hægt er að komast í allar upplýsingar sem fyrirtækið geymir, hvað svo sem það er, nema búið sé að gera ráðstafanir, dulkóða gögn, huga að aðgangsstýringu, gögnum sé eytt reglulega eða þau vistuð einhvers staðar annars staðar. Það vantar oft upp á þetta hjá íslenskum fyrirtækjum,“ segir Ýmir. Hann bætir við að Íslendingar virðist oft telja að landamæri landsins skýli okkur fyrir hvers kyns árásum en menn verði að hafa í huga að það eru engin landamæri á internetinu. „Vert er að benda á í þessum samhengi að það er ekkert sérstakt við Vodafone í þessu samhengi. Þetta gæti komið fyrir hvaða fyrirtæki sem er á landinu, er vilji er fyrir hendi,“ segir Ýmir að lokum.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira