Engin jól án Mahaliu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2013 11:00 Esther hefur sungið eiginlega allar tegundir tónlistar, er klassískt menntuð í söng, en blúsinn og gospelið eiga þó hjarta hennar. „Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“ Menning Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“
Menning Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira