Vonast eftir þjóðarsátt um fjárlög ríkisstjórnarinnar Höskuldur Kári Schram skrifar 13. desember 2013 15:20 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast eftir þjóðarsátt um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harkalega niðurskurðaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðismálum. Vigdís mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. „Segja má að forgangsröðun sú sem birtist í nefndaráliti meirihlutans sé þjóðarsátt um fjárlög ársins 2014. Við reisum við heilbrigðiskerfið sem holað var að innan í tíð síðustu ríkisstjórnar jafnt á Reykjavíkursvæðinu sem og á landsbyggðinni. Við forgangsröðum í þágu fólksins í landinu öllu í grunnþjónustunni og þá sleppum við óþarfanum sem sumir kalla gæluverkefni fyrri ríkisstjórnar. Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í ríkisrekstri í það að skila hallalausum fjárlögum og meira að segja að skila örlitlum afgangi,“ sagði Vigdís. Hún vonast eftir breiðri sátt um frumvarpið. „Það er von okkar að um þessi fjárlög skapist góð samstaða og litið verði á þau sem undirbúning að því að snúa við óheillaþróun í rekstri ríkissjóðs og hefja von bráðar niðurgreiðslu á ríkisskuldum sem er brýn nauðsyn svo Íslendingum farnist vel í framtíðinni og landið haldið efnahagslegu sjálfstæðis,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, sagði að gagnrýni Vigdísar væri ómálefnaleg og ekki til þess fallin að ýta undir málefnalega umræðu um fjárlögin. „Ég verð að viðurkenna að maður bregður við þegar lagt er út í faglega og málefnalega umræðu sem hér á eftir að standa næstu daga með orðunum að hér hafi orðið hömlulaus útgjöld á síðustu árum. Hömlulaus útgjöld. Þar sem búið er að skera niður frá því að vera með 14% halla á landsframleiðslu niður í 1%. Við erum að tala um að menn hafi tekið við villandi búi hvað sem það þýðir. Að tekjuáætlun á þessu ári hafi verið byggð á lofti, innihaldslaus með öllu eins og hér er sagt. Ég verð að biðjast undan svona málflutningi í sambandi við fjárlög,“ sagði Guðbjartur. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis vonast eftir þjóðarsátt um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún gagnrýndi harkalega niðurskurðaraðgerðir síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðismálum. Vigdís mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar þegar önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst á Alþingi í dag. „Segja má að forgangsröðun sú sem birtist í nefndaráliti meirihlutans sé þjóðarsátt um fjárlög ársins 2014. Við reisum við heilbrigðiskerfið sem holað var að innan í tíð síðustu ríkisstjórnar jafnt á Reykjavíkursvæðinu sem og á landsbyggðinni. Við forgangsröðum í þágu fólksins í landinu öllu í grunnþjónustunni og þá sleppum við óþarfanum sem sumir kalla gæluverkefni fyrri ríkisstjórnar. Við náum að snúa af braut hömlulausra útgjalda í ríkisrekstri í það að skila hallalausum fjárlögum og meira að segja að skila örlitlum afgangi,“ sagði Vigdís. Hún vonast eftir breiðri sátt um frumvarpið. „Það er von okkar að um þessi fjárlög skapist góð samstaða og litið verði á þau sem undirbúning að því að snúa við óheillaþróun í rekstri ríkissjóðs og hefja von bráðar niðurgreiðslu á ríkisskuldum sem er brýn nauðsyn svo Íslendingum farnist vel í framtíðinni og landið haldið efnahagslegu sjálfstæðis,“ sagði Vigdís. Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi velferðarráðherra, sagði að gagnrýni Vigdísar væri ómálefnaleg og ekki til þess fallin að ýta undir málefnalega umræðu um fjárlögin. „Ég verð að viðurkenna að maður bregður við þegar lagt er út í faglega og málefnalega umræðu sem hér á eftir að standa næstu daga með orðunum að hér hafi orðið hömlulaus útgjöld á síðustu árum. Hömlulaus útgjöld. Þar sem búið er að skera niður frá því að vera með 14% halla á landsframleiðslu niður í 1%. Við erum að tala um að menn hafi tekið við villandi búi hvað sem það þýðir. Að tekjuáætlun á þessu ári hafi verið byggð á lofti, innihaldslaus með öllu eins og hér er sagt. Ég verð að biðjast undan svona málflutningi í sambandi við fjárlög,“ sagði Guðbjartur.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira