Hvetja fólk til að djamma með bandinu Kjartan Guðmundsson skrifar 27. júlí 2013 15:00 Reynir Sigurðsson og fleiri minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara, á Café Rosenberg annað kvöld.fréttablaðið/arnþór Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira