Annþór og Börkur ákærðir fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða VG skrifar 5. júní 2013 09:31 Annþór og Börkur hafa verið tveir einir á öryggisgangi á Litla Hrauni í heilt ár. mynd / Facebook Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru ákærðir fyrir stórfellda og hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni í maí á síðasta ári. Þeim er gefið að sök að hafa veist að Sigurði Hólm Sigurðssyni með ofbeldi þann 17. maí á síðasta ári og eiga áverkarnir að hafa leitt til andláts Sigurðar. Samkvæmt samtali við lögmann annars sakborningsins voru þeim birtar ákærur síðasta mánudag. Rannsókn á málinu hefur verið gríðarlega flókin, meðal annars voru tveir prófessorar í sálfræði dómkvaddir til að greina atferli fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. Prófessor í verkfræði við HÍ var fenginn til að rannsaka þá krafta sem þarf til að valda þeim áverkum sem voru á líkinu. Sérstakar mælingar voru gerðar á hljóðburði innan fangelsins og möguleikum vitna á að heyra það sem talið er hafa farið fram innan veggja fangaklefa hins látna. Nákvæm eftirlíking klefans var byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðisins sviðsetti mögulega atburðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. Málið er búið að vera í rannsókn í rúmt ár auk þess sem Annþór og Börkur hafa verið tveir einir á sérstökum öryggisgangi í ár. Báðir neita þeir staðfastlega sök í málinu sem verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands næstkomandi þriðjudag. Mál Annþórs og Barkar Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru ákærðir fyrir stórfellda og hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni í maí á síðasta ári. Þeim er gefið að sök að hafa veist að Sigurði Hólm Sigurðssyni með ofbeldi þann 17. maí á síðasta ári og eiga áverkarnir að hafa leitt til andláts Sigurðar. Samkvæmt samtali við lögmann annars sakborningsins voru þeim birtar ákærur síðasta mánudag. Rannsókn á málinu hefur verið gríðarlega flókin, meðal annars voru tveir prófessorar í sálfræði dómkvaddir til að greina atferli fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. Prófessor í verkfræði við HÍ var fenginn til að rannsaka þá krafta sem þarf til að valda þeim áverkum sem voru á líkinu. Sérstakar mælingar voru gerðar á hljóðburði innan fangelsins og möguleikum vitna á að heyra það sem talið er hafa farið fram innan veggja fangaklefa hins látna. Nákvæm eftirlíking klefans var byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðisins sviðsetti mögulega atburðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. Málið er búið að vera í rannsókn í rúmt ár auk þess sem Annþór og Börkur hafa verið tveir einir á sérstökum öryggisgangi í ár. Báðir neita þeir staðfastlega sök í málinu sem verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands næstkomandi þriðjudag.
Mál Annþórs og Barkar Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira