Vantar hóp fólks í bankaatriði 25. mars 2013 10:00 Leikstjórinn Baldvin Z og Birgir Örn steinarsson eru handritshöfundar Vonarstrætis. Mynd/Pjetur Forsvarsmenn kvikmyndarinnar Vonarstræti hafa auglýst eftir fólki til að taka þátt í stóru atriði sem verður tekið upp í dag. Það gerist í samkvæmi árið 2006 í ótilgreindum banka. Um sextíu til sjötíu manns vantar í atriðið. Aðspurður segir leikstjórinn Baldvin Z að tökur á Vonarstræti hafi gengið mjög vel en þær hófust í febrúar. Eitt atriði var tekið upp um daginn á skemmtistaðnum Óbladí þar sem allir helstu utangarðsmenn Reykjavíkur voru samankomnir. "Þeir voru mjög skemmtilegir,“ segir Baldvin Z um utangarðsmennina. Í atriðinu var drukkið tólf ára gamalt viskí, sem að sjálfsögðu var ekki alvöru viskí. "Þetta var alltaf jafnsvekkjandi fyrir þá. En þeim fannst rosalega gaman að taka þátt í að leika í þessari mynd og þeir stóðu sig frábærlega.“ Vonarstræti, sem verður frumsýnd snemma á næsta ári, er dramatísk en um leið fyndin samtímasaga. Í stærstu hlutverkum eru Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum eru Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Anna Lísa Hermannsdóttir. Tökurnar fara fram í dag og samkvæmt kvikmyndagerðarmönnunum vantar "fínt fólk, ofurfína karla og konur". Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á netfangið aukaleikari.vonarstraeti@gmail.com. Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Forsvarsmenn kvikmyndarinnar Vonarstræti hafa auglýst eftir fólki til að taka þátt í stóru atriði sem verður tekið upp í dag. Það gerist í samkvæmi árið 2006 í ótilgreindum banka. Um sextíu til sjötíu manns vantar í atriðið. Aðspurður segir leikstjórinn Baldvin Z að tökur á Vonarstræti hafi gengið mjög vel en þær hófust í febrúar. Eitt atriði var tekið upp um daginn á skemmtistaðnum Óbladí þar sem allir helstu utangarðsmenn Reykjavíkur voru samankomnir. "Þeir voru mjög skemmtilegir,“ segir Baldvin Z um utangarðsmennina. Í atriðinu var drukkið tólf ára gamalt viskí, sem að sjálfsögðu var ekki alvöru viskí. "Þetta var alltaf jafnsvekkjandi fyrir þá. En þeim fannst rosalega gaman að taka þátt í að leika í þessari mynd og þeir stóðu sig frábærlega.“ Vonarstræti, sem verður frumsýnd snemma á næsta ári, er dramatísk en um leið fyndin samtímasaga. Í stærstu hlutverkum eru Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum eru Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Anna Lísa Hermannsdóttir. Tökurnar fara fram í dag og samkvæmt kvikmyndagerðarmönnunum vantar "fínt fólk, ofurfína karla og konur". Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á netfangið aukaleikari.vonarstraeti@gmail.com.
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira