"Ekki sjálfgefið að menn nái saman" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 11:51 Mynd/Daníel Rúnarsson „Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“ Kosningar 2013 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
„Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“
Kosningar 2013 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira