Útvarpsstjóri kallaði Helga Seljan óþverra Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2013 13:08 Páll Magnússon, útvarpsstjóri, fundaði með starfsfólki sínu á Markúsartorgi í Efstaleitinu fyrir hádegi í dag. Til orðaskipta kom á milli Helga Seljan, sjónvarpsmanns, og Páls Magnússonar, útvarpstjóra, eftir fundinn og sagði Páll við Helga að hann væri „óþverri.“ Ríkisútvarpið sagði upp 39 starfsmönnum í gær en alls stendur til að fækka starfsmönnum um 60. Mikill hiti var á fundinum og vildi fólk fá útskýringar. Helgi Seljan í Kastljósinu krafðist þess að fá svör frá útvarpsstjóranum. Á fundinum spurði sjónvarpsmaðurinn góðkunni útvarpsstjórann út í þær kenningar að þetta útspil væri í raun allt saman leikrit til að gefa ríkisstjórninni langt nef og sýna vald sitt. Páll brást hinn versti við og samkvæmt heimildum Vísis hundskammaði hann Helga í kjölfarið. Eftir fundinn sjálfan reyndi Helgi Seljan að nálgast Pál og spurði hann út í þessi hörðu viðbrögð. Páll brást ókvæða við spurningunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þar sem Páll segir: „Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri.“ Síðar heyrðist Páll kalla Helga skíthæl. Helgi svaraði því á þann veg að viðbrögð Páls væru barnaleg. Þá svaraði Páll um hæl: „Það er skárra að vera barn en skíthæll.“Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Páll Magnússon, útvarpsstjóri, fundaði með starfsfólki sínu á Markúsartorgi í Efstaleitinu fyrir hádegi í dag. Til orðaskipta kom á milli Helga Seljan, sjónvarpsmanns, og Páls Magnússonar, útvarpstjóra, eftir fundinn og sagði Páll við Helga að hann væri „óþverri.“ Ríkisútvarpið sagði upp 39 starfsmönnum í gær en alls stendur til að fækka starfsmönnum um 60. Mikill hiti var á fundinum og vildi fólk fá útskýringar. Helgi Seljan í Kastljósinu krafðist þess að fá svör frá útvarpsstjóranum. Á fundinum spurði sjónvarpsmaðurinn góðkunni útvarpsstjórann út í þær kenningar að þetta útspil væri í raun allt saman leikrit til að gefa ríkisstjórninni langt nef og sýna vald sitt. Páll brást hinn versti við og samkvæmt heimildum Vísis hundskammaði hann Helga í kjölfarið. Eftir fundinn sjálfan reyndi Helgi Seljan að nálgast Pál og spurði hann út í þessi hörðu viðbrögð. Páll brást ókvæða við spurningunni eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi þar sem Páll segir: „Þú ættir að skammast þín, þú ert óþverri.“ Síðar heyrðist Páll kalla Helga skíthæl. Helgi svaraði því á þann veg að viðbrögð Páls væru barnaleg. Þá svaraði Páll um hæl: „Það er skárra að vera barn en skíthæll.“Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira