Glaður og þakklátur með verðlaunin Kristjana Arnarsdóttir skrifar 18. júní 2013 10:00 Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur í gær.Hér ásamt Einari Erni Benediktssyni og Jóni Gnarr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er mikill heiður og er gríðarlega skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Í gær útnefndi Jón Gnarr borgarstjóri Þorgrím borgarlistamann Reykjavíkur, en athöfnin fór fram í Höfða. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem greindi frá valinu. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning sem gefin er reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr á sviði menningar og lista. Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins og hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Þorgrímur hefur unnið að því að efla bókmenntaáhuga ungs fólks á Íslandi og hefur síðustu tvo vetur haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins undir heitinu Láttu drauminn rætast. „Mér finnst í raun menningarnefnd Reykjavíkurborgar sýna ákveðið hugrekki í að velja barna- og unglingabókahöfund sem borgarlistamann Reykvíkinga. Við vitum hvernig þetta er þegar það kemur að menningu og listum, þeir sem sinna börnum og unglingum eru ekki endilega alltaf fremstir í flokki. En ég er bara mjög glaður og þakklátur,“ segir Þorgrímur. Verðlaunin tileinkaði Þorgrímur tveimur mönnum sem að hans sögn höfðu töluverð áhrif á hann, þeim Hemma Gunn heitnum og fyrrverandi aðalritstjóra Fróða og Frjáls framtaks, Steinari J. Lúðvíkssyni. Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er mikill heiður og er gríðarlega skemmtilegt,“ segir rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson, borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Í gær útnefndi Jón Gnarr borgarstjóri Þorgrím borgarlistamann Reykjavíkur, en athöfnin fór fram í Höfða. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem greindi frá valinu. Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning sem gefin er reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr á sviði menningar og lista. Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins og hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir bækur sínar. Þorgrímur hefur unnið að því að efla bókmenntaáhuga ungs fólks á Íslandi og hefur síðustu tvo vetur haldið fyrirlestra í grunnskólum landsins undir heitinu Láttu drauminn rætast. „Mér finnst í raun menningarnefnd Reykjavíkurborgar sýna ákveðið hugrekki í að velja barna- og unglingabókahöfund sem borgarlistamann Reykvíkinga. Við vitum hvernig þetta er þegar það kemur að menningu og listum, þeir sem sinna börnum og unglingum eru ekki endilega alltaf fremstir í flokki. En ég er bara mjög glaður og þakklátur,“ segir Þorgrímur. Verðlaunin tileinkaði Þorgrímur tveimur mönnum sem að hans sögn höfðu töluverð áhrif á hann, þeim Hemma Gunn heitnum og fyrrverandi aðalritstjóra Fróða og Frjáls framtaks, Steinari J. Lúðvíkssyni.
Menning Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira