Nú er veður til að lesa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. júlí 2013 16:00 Bækur eru bestu ferða-félagarnir í sumarfríinu. Sumarútgáfa forlaganna hefur sjaldan verið blómlegri en í sumar og óþarfi að sýta rigninguna í sumarfríinu á meðan boðið er upp á slíkan eðalfélagsskap. Við kíktum á nokkrar forvitnilegustu bækurnar á sumarmarkaðnum.Dagar úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindstrøm, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012, er mögnuð saga um fjölskylduleyndarmál og þögnina sem eitrar út frá sér. Mögnuð lesning sem enginn bókaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.Djöflatindur eftir Deon Meyer er án efa forvitnilegasti krimminn á markaðnum. Suðurafrísk glæpasaga með sterkum persónum og stærri skammti af raunsæi en algengt er í þessari bókmenntagrein. Þú finnur hitann, rykið og molluna nánast á eigin skinni og þakkar þínum sæla fyrir rigninguna.Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman hefur trónað á toppi metsölulista vikum saman og það algjörlega verðskuldað. Ef þú ert ekki enn búinn að lesa hana er engin spurning um að hún er einn besti ferðafélaginn í fríinu.Hún er horfin eftir Gillian Flynn er annar krimmi sem ekki svíkur. Óvenjulegasta glæpasaga ársins og svo hrollvekjandi að óhætt er að lofa svefnlausum nóttum við lesturinn. Er það ekki einmitt aðalkosturinn við að vera í fríi að þurfa ekki að sofna snemma? Fyrir þá sem hallast að klassíkinni er komin kiljuútgáfa af meistaraverki Jóns Trausta um Önnu frá Stóruborg. Skyldulesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir og einkum og sérílagi þá sem dvelja í sumarbústöðum í Grímsnesinu. Hámenningarvitar geta síðan engan veginn látið tímaritröðina 1005 fram hjá sér fara. Þrjú verk sem þú verður að lesa, bæði þér til skemmtunar og til að verða gjaldgengur í menningarumræðunni. Er uppseld en fæst sem rafbók, sem er einmitt kjörin leið til að minnka farangurinn í fríinu. Góða ferð. Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sumarútgáfa forlaganna hefur sjaldan verið blómlegri en í sumar og óþarfi að sýta rigninguna í sumarfríinu á meðan boðið er upp á slíkan eðalfélagsskap. Við kíktum á nokkrar forvitnilegustu bækurnar á sumarmarkaðnum.Dagar úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindstrøm, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012, er mögnuð saga um fjölskylduleyndarmál og þögnina sem eitrar út frá sér. Mögnuð lesning sem enginn bókaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.Djöflatindur eftir Deon Meyer er án efa forvitnilegasti krimminn á markaðnum. Suðurafrísk glæpasaga með sterkum persónum og stærri skammti af raunsæi en algengt er í þessari bókmenntagrein. Þú finnur hitann, rykið og molluna nánast á eigin skinni og þakkar þínum sæla fyrir rigninguna.Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman hefur trónað á toppi metsölulista vikum saman og það algjörlega verðskuldað. Ef þú ert ekki enn búinn að lesa hana er engin spurning um að hún er einn besti ferðafélaginn í fríinu.Hún er horfin eftir Gillian Flynn er annar krimmi sem ekki svíkur. Óvenjulegasta glæpasaga ársins og svo hrollvekjandi að óhætt er að lofa svefnlausum nóttum við lesturinn. Er það ekki einmitt aðalkosturinn við að vera í fríi að þurfa ekki að sofna snemma? Fyrir þá sem hallast að klassíkinni er komin kiljuútgáfa af meistaraverki Jóns Trausta um Önnu frá Stóruborg. Skyldulesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir og einkum og sérílagi þá sem dvelja í sumarbústöðum í Grímsnesinu. Hámenningarvitar geta síðan engan veginn látið tímaritröðina 1005 fram hjá sér fara. Þrjú verk sem þú verður að lesa, bæði þér til skemmtunar og til að verða gjaldgengur í menningarumræðunni. Er uppseld en fæst sem rafbók, sem er einmitt kjörin leið til að minnka farangurinn í fríinu. Góða ferð.
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“