Nú er veður til að lesa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. júlí 2013 16:00 Bækur eru bestu ferða-félagarnir í sumarfríinu. Sumarútgáfa forlaganna hefur sjaldan verið blómlegri en í sumar og óþarfi að sýta rigninguna í sumarfríinu á meðan boðið er upp á slíkan eðalfélagsskap. Við kíktum á nokkrar forvitnilegustu bækurnar á sumarmarkaðnum.Dagar úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindstrøm, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012, er mögnuð saga um fjölskylduleyndarmál og þögnina sem eitrar út frá sér. Mögnuð lesning sem enginn bókaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.Djöflatindur eftir Deon Meyer er án efa forvitnilegasti krimminn á markaðnum. Suðurafrísk glæpasaga með sterkum persónum og stærri skammti af raunsæi en algengt er í þessari bókmenntagrein. Þú finnur hitann, rykið og molluna nánast á eigin skinni og þakkar þínum sæla fyrir rigninguna.Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman hefur trónað á toppi metsölulista vikum saman og það algjörlega verðskuldað. Ef þú ert ekki enn búinn að lesa hana er engin spurning um að hún er einn besti ferðafélaginn í fríinu.Hún er horfin eftir Gillian Flynn er annar krimmi sem ekki svíkur. Óvenjulegasta glæpasaga ársins og svo hrollvekjandi að óhætt er að lofa svefnlausum nóttum við lesturinn. Er það ekki einmitt aðalkosturinn við að vera í fríi að þurfa ekki að sofna snemma? Fyrir þá sem hallast að klassíkinni er komin kiljuútgáfa af meistaraverki Jóns Trausta um Önnu frá Stóruborg. Skyldulesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir og einkum og sérílagi þá sem dvelja í sumarbústöðum í Grímsnesinu. Hámenningarvitar geta síðan engan veginn látið tímaritröðina 1005 fram hjá sér fara. Þrjú verk sem þú verður að lesa, bæði þér til skemmtunar og til að verða gjaldgengur í menningarumræðunni. Er uppseld en fæst sem rafbók, sem er einmitt kjörin leið til að minnka farangurinn í fríinu. Góða ferð. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sumarútgáfa forlaganna hefur sjaldan verið blómlegri en í sumar og óþarfi að sýta rigninguna í sumarfríinu á meðan boðið er upp á slíkan eðalfélagsskap. Við kíktum á nokkrar forvitnilegustu bækurnar á sumarmarkaðnum.Dagar úr sögu þagnarinnar eftir Merethe Lindstrøm, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2012, er mögnuð saga um fjölskylduleyndarmál og þögnina sem eitrar út frá sér. Mögnuð lesning sem enginn bókaunnandi ætti að láta fram hjá sér fara.Djöflatindur eftir Deon Meyer er án efa forvitnilegasti krimminn á markaðnum. Suðurafrísk glæpasaga með sterkum persónum og stærri skammti af raunsæi en algengt er í þessari bókmenntagrein. Þú finnur hitann, rykið og molluna nánast á eigin skinni og þakkar þínum sæla fyrir rigninguna.Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman hefur trónað á toppi metsölulista vikum saman og það algjörlega verðskuldað. Ef þú ert ekki enn búinn að lesa hana er engin spurning um að hún er einn besti ferðafélaginn í fríinu.Hún er horfin eftir Gillian Flynn er annar krimmi sem ekki svíkur. Óvenjulegasta glæpasaga ársins og svo hrollvekjandi að óhætt er að lofa svefnlausum nóttum við lesturinn. Er það ekki einmitt aðalkosturinn við að vera í fríi að þurfa ekki að sofna snemma? Fyrir þá sem hallast að klassíkinni er komin kiljuútgáfa af meistaraverki Jóns Trausta um Önnu frá Stóruborg. Skyldulesning fyrir alla áhugamenn um íslenskar bókmenntir og einkum og sérílagi þá sem dvelja í sumarbústöðum í Grímsnesinu. Hámenningarvitar geta síðan engan veginn látið tímaritröðina 1005 fram hjá sér fara. Þrjú verk sem þú verður að lesa, bæði þér til skemmtunar og til að verða gjaldgengur í menningarumræðunni. Er uppseld en fæst sem rafbók, sem er einmitt kjörin leið til að minnka farangurinn í fríinu. Góða ferð.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira