Innlent

Reykfylltur bíll vakti athygli lögreglu

Lögreglumenn veittu bifreið einni athygli á Snorrabraut á tíunda tímanum í gærkvöldi.  Í henni voru tveir rúmlega tvítugir karlmenn í miklu reykjarkófi. Lögregla stöðvaði bílinn og í í ljós kom að reykurinn stafaði af kannabisreykingum ökumanns og farþega.  Þeir voru báðir í annarlegu ástandi og einnig fannst kannabis í bílnum sem mennirnir áttu til góða umfram það sem þeir voru að reykja.

Og rétt um klukkan hálffjögur í nótt stöðvuðu lögreglumenn bíl á Breiðholtsbraut. Ökumaður hafði engin skilríki meðferðis og þegar hann gaf lögreglumönnum upp nafn og kennitölu gat hann ekki munað síðustu fjóra stafina í kennitölunni. Maðurinn, sem er rúmlega tvítugur var augljóslega í annarlegu ástandi og var hann var færður á lögreglustöð til töku á blóðsýni. Þar kom í ljós að hann hafði gefið upp rangt nafn og hafði áður verið sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×