Aðalmeðferð í Al Thani málinu Hjörtur Hjartarson skrifar 4. nóvember 2013 19:54 Aðalmeðferð í Al Thani málinu, einu viðamesta dómsmáli hérlendis frá upphafi hófst í morgun. Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur en sakborningarnir fjórir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir meðal annars fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst í grófum dráttum um að einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu. Fyrstur í skýrslutökunni í morgun var Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sem svaraði spurningum saksóknara í rúma tvo tíma. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Í framburði Hreiðars í morgun kom hins vegar fram að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Einnig var tekin skýrsla af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxembúrg. Sigurður sagði að eina aðkoma sín að þessu máli væri að hann hefði samþykkt að veita fjárfestingafélaginu Serval lán en ekki er ákært fyrir þann hluta málsins. Ekki gafst tími til að taka skýrslu af Ólafi Ólafssyni en það verður gert á morgun. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tæpar tvær vikur. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira
Aðalmeðferð í Al Thani málinu, einu viðamesta dómsmáli hérlendis frá upphafi hófst í morgun. Fullt var út úr dyrum í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur en sakborningarnir fjórir Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir meðal annars fyrir markaðsmisnotkun, umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti. Málið snýst í grófum dráttum um að einkahlutafélag í eigu Sjeik Mohammed Al Thani keypti um 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi, í lok september 2008. Kaupþing fjármagnaði kaupin að fullu en Al Thani skrifaði undir 12,5 milljarða króna sjálfskuldarábyrgð. Sérstakur saksóknari vill meina að hér hafi verið um sýndarviðskipti að ræða til að blekkja markaðinn og um leið styrkja stöðu Kaupþings. Því hafna sakborningar í málinu. Fyrstur í skýrslutökunni í morgun var Hreiðar Már, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings sem svaraði spurningum saksóknara í rúma tvo tíma. Sjálfur bar Hreiðar fram nokkrar spurningar til saksóknara. Meðal annars þá hvort staða Kaupþings væri ekki betri vegna viðskiptanna við Al Thani. Saksóknari benti þá á að Kaupþing hefði fallið tveimur vikum síðar en viðurkenndi þó að þrotabú bankans hefði notið góðs af þessum viðskiptum. Slitastjórn Kaupþings komst að samkomulagi við Al Thani um heildaruppgjör án þess að frá því væri frekar greint. Í framburði Hreiðars í morgun kom hins vegar fram að katarski fjárfestinn hafi greitt slitastjórninni 3,5 milljarða króna. Einnig var tekin skýrsla af Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og Magnús Guðmundssyni, fyrrverandi yfirmanni Kaupþings í Lúxembúrg. Sigurður sagði að eina aðkoma sín að þessu máli væri að hann hefði samþykkt að veita fjárfestingafélaginu Serval lán en ekki er ákært fyrir þann hluta málsins. Ekki gafst tími til að taka skýrslu af Ólafi Ólafssyni en það verður gert á morgun. Reiknað er með að réttarhöldin standi í tæpar tvær vikur.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Sjá meira