Dóttirin Franziska Una í einu hlutverkanna Álfrún Pálsdóttir skrifar 10. apríl 2013 13:30 Dagur Kári og Franziska Una. Mynd/Stefán „Þetta hefur gengið mjög vel og við stefnum á að klára í vikunni," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem þessa dagana er að ljúka tökum á nýrri mynd hér á landi. Myndin ber vinnuheitið Fleygur en það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina. Með aðalhlutverk fer Gunnar Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Arnari Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Degi Kára var hann í langþráðu og dagslöngu fríi frá tökum en þær fara fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Dagur Kári skrifaði sjálfur handritið að myndinni. „Þetta er svona karakterstúdía. Gunnar leikur Fúsa, fertugan mann sem býr enn þá hjá móður sinni og heldur fast í tengslin við bernskuna. Röð atburða gerir það svo að verkum að hann þarf að stíga út fyrir þægindarammann." Í einu hlutverkanna er dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, sem er átta ára gömul og að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dagur segir hana hafa staðið sig með prýði í tökunum. „Ég hafði hana í huga í hlutverkið þegar ég skrifaði handritið en hún sótti samt um það eins og aðrir og bar af í prufunum. Það var mjög kósí að hafa hana á tökustað enda er maður oft mikið fjarverandi frá fjölskyldunni þegar maður er í tökum. Hún á framtíðina fyrir sér í þessu eins og mörgu." Áætluð frumsýning á myndinni er í lok þess árs. Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel og við stefnum á að klára í vikunni," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem þessa dagana er að ljúka tökum á nýrri mynd hér á landi. Myndin ber vinnuheitið Fleygur en það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina. Með aðalhlutverk fer Gunnar Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Arnari Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Degi Kára var hann í langþráðu og dagslöngu fríi frá tökum en þær fara fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Dagur Kári skrifaði sjálfur handritið að myndinni. „Þetta er svona karakterstúdía. Gunnar leikur Fúsa, fertugan mann sem býr enn þá hjá móður sinni og heldur fast í tengslin við bernskuna. Röð atburða gerir það svo að verkum að hann þarf að stíga út fyrir þægindarammann." Í einu hlutverkanna er dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, sem er átta ára gömul og að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dagur segir hana hafa staðið sig með prýði í tökunum. „Ég hafði hana í huga í hlutverkið þegar ég skrifaði handritið en hún sótti samt um það eins og aðrir og bar af í prufunum. Það var mjög kósí að hafa hana á tökustað enda er maður oft mikið fjarverandi frá fjölskyldunni þegar maður er í tökum. Hún á framtíðina fyrir sér í þessu eins og mörgu." Áætluð frumsýning á myndinni er í lok þess árs.
Menning Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira