Gaman að vinna með John Cusack Freyr Bjarnason skrifar 11. maí 2013 07:00 Óttar Guðnason ásamt Malin Åkerman og John Cusack við tökur á The Numbers Station. „Þótt þessi mynd sé enginn Óskarskandídat er þetta ágætis ræma,“ segir Óttar Guðnason. Hann var kvikmyndatökumaður Hollywood-myndarinnar The Numbers Station með stjörnunni John Cusack í aðalhlutverki, sem er frumsýnd hér á landi um helgina. Aðspurður segist Óttar hafa fengið verkefnið í gegnum danska leikstjórann Kasper Barfoed en þeir hafa unnið saman við auglýsingagerð. Einnig hjálpaði það til að framleiðendurnir Sean- og Bryan Furst þekktu vel til Baltasars Kormáks og vissu af starfi Óttars við myndirnar A Little Trip to Heaven og Inhale. Þeir eiga einnig réttinn á erlendri endurgerð Mýrarinnar, sem þeir hafa ekki nýtt. The Numbers Station var kvikmynduð að öllu leyti í Suffolk-sýslu í Englandi, norðaustur af London, á svæði þar sem herstöðin Bentwaters stóð. „Hún varð gerð í hálfgerðum spreng, á 25 dögum, bæði út af peningum og þeim tíma sem leikararnir höfðu. Það er mjög stuttur tími fyrir svona mynd í fullri lengd. En þetta var mjög skemmtilegt og það var gaman að vinna með Cusack. Þetta er frekar myrkur persónuleiki en samt indælis náungi inni við beinið,“ segir Óttar. Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þótt þessi mynd sé enginn Óskarskandídat er þetta ágætis ræma,“ segir Óttar Guðnason. Hann var kvikmyndatökumaður Hollywood-myndarinnar The Numbers Station með stjörnunni John Cusack í aðalhlutverki, sem er frumsýnd hér á landi um helgina. Aðspurður segist Óttar hafa fengið verkefnið í gegnum danska leikstjórann Kasper Barfoed en þeir hafa unnið saman við auglýsingagerð. Einnig hjálpaði það til að framleiðendurnir Sean- og Bryan Furst þekktu vel til Baltasars Kormáks og vissu af starfi Óttars við myndirnar A Little Trip to Heaven og Inhale. Þeir eiga einnig réttinn á erlendri endurgerð Mýrarinnar, sem þeir hafa ekki nýtt. The Numbers Station var kvikmynduð að öllu leyti í Suffolk-sýslu í Englandi, norðaustur af London, á svæði þar sem herstöðin Bentwaters stóð. „Hún varð gerð í hálfgerðum spreng, á 25 dögum, bæði út af peningum og þeim tíma sem leikararnir höfðu. Það er mjög stuttur tími fyrir svona mynd í fullri lengd. En þetta var mjög skemmtilegt og það var gaman að vinna með Cusack. Þetta er frekar myrkur persónuleiki en samt indælis náungi inni við beinið,“ segir Óttar.
Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira