Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2013 18:39 Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Sjá meira
Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Sjá meira