Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið 29. apríl 2013 15:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundi með fréttamönnum eftir fundinn með forseta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Sigmundur Davíð játaði að hafa átt í mjög óformlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi, en varaði við að það yrði lesið of mikið úr slíkum samræðum. Hann sagði að hvorki formlegar né óformlegar samningaviðræður væru hafnar, og sagði að hann byggist ekki við að viðræður hæfust í dag, fyrst þyrfti forsetinn að að segja til um það hver fengi umboð til þess að hefja þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir fund sinn með forsetanum fyrr í dag að hann byggist við því að formenn stærstu flokkanna, það er Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, myndu ræða saman í dag. Stjórnarmyndunarviðræður þyrftu ekki að taka nema eina til tvær vikur.Sigmundur Davíð, var spurður á fréttamannafundi eftir fund hans með forsetanum, hvort hann fengi stjórnarmyndunarumboð. Hann svaraði afdráttarlaust: Ég hef ekki hugmynd. Aðspurður hvort forsetinn hafi gefið eitthvað í skyn á fundi þeirra, svaraði Sigmundur neitandi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er nú á fundi Ólafs Ragnars en sá fundur er styttri en fundir forsetans með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem voru einn og hálfur tími að lengd. Aðrir fundir eru klukkutími að lengd. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Sigmundur Davíð játaði að hafa átt í mjög óformlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi, en varaði við að það yrði lesið of mikið úr slíkum samræðum. Hann sagði að hvorki formlegar né óformlegar samningaviðræður væru hafnar, og sagði að hann byggist ekki við að viðræður hæfust í dag, fyrst þyrfti forsetinn að að segja til um það hver fengi umboð til þess að hefja þær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir fund sinn með forsetanum fyrr í dag að hann byggist við því að formenn stærstu flokkanna, það er Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, myndu ræða saman í dag. Stjórnarmyndunarviðræður þyrftu ekki að taka nema eina til tvær vikur.Sigmundur Davíð, var spurður á fréttamannafundi eftir fund hans með forsetanum, hvort hann fengi stjórnarmyndunarumboð. Hann svaraði afdráttarlaust: Ég hef ekki hugmynd. Aðspurður hvort forsetinn hafi gefið eitthvað í skyn á fundi þeirra, svaraði Sigmundur neitandi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er nú á fundi Ólafs Ragnars en sá fundur er styttri en fundir forsetans með formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem voru einn og hálfur tími að lengd. Aðrir fundir eru klukkutími að lengd.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira