"Halda í gleðina, það skilar alltaf bestum árangri" Hrund Þórsdóttir skrifar 20. ágúst 2013 18:45 Borgarstjórinn, Jón Gnarr, var meðal þeirra sem til máls tóku á Lundanum í dag og sagði að slagorð Menningarnætur væri Gakktu í bæinn. „Sem hefur tvöfalda merkingu. Annars vegar tilvísun í íslenska gestrisni og hins vegar bókstaflega, sem sagt gakktu í bæinn, ekki keyra í bæinn,“ sagði hann. Þá flutti Sigurbjörg Þrastardóttir, sem býður upp á ljóðasiglingar á Menningarnótt, ljóð sitt Sæbraut og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, fékk ágæta æfingu fyrir laugardaginn, en þá opnar hann heimili sitt við Óðinsgötu og býður upp á vöfflur. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði fyrir utan flugeldasýninguna. „Flugeldaýningin í ár er dansverk og ber titilinn Eldar, dansverk fyrir þrjú tonn af flugeldum. Ég hef nálgast þetta verkefni nákvæmlega eins og þegar ég sem dansverk en í staðinn fyrir dansara er ég með flugelda og í staðinn fyrir tónlist þá eru sprengingar,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir, listrænn stjórnandi flugeldasýningarinnar. Sprengt verður á fjórum stöðum og verður besta útsýnið frá Arnarhóli. Öryggismál verða með hefðbundnum hætti. „Hér verða viðamiklar lokanir sem þýðir að rútína borgarbúa og gesta þeirra verður með öðrum hætti. Við hvetjum fólk til að leggja löglega, nota strætó og koma gangandi í bæinn eða hjólandi og njóta þess sem boðið er upp á,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Einhver önnur skilaboð til gesta? „Bara að halda í gleðina, það skilar alltaf bestum árangri,“ segir Stefán. Framlag Arionbanka til Menningarnætur er Götusýningin 2013 og var hún opnuð í dag. Þetta er stærsta listsýning landsins og sú fyrsta sem fer fram á götuskiltum borgarinnar. Það verður mikið um að vera á Menningarnótt og óhætt að hlakka til. Svo er hægt að taka forskot á sæluna með því að skoða listaverkin á Götusýningunni. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Borgarstjórinn, Jón Gnarr, var meðal þeirra sem til máls tóku á Lundanum í dag og sagði að slagorð Menningarnætur væri Gakktu í bæinn. „Sem hefur tvöfalda merkingu. Annars vegar tilvísun í íslenska gestrisni og hins vegar bókstaflega, sem sagt gakktu í bæinn, ekki keyra í bæinn,“ sagði hann. Þá flutti Sigurbjörg Þrastardóttir, sem býður upp á ljóðasiglingar á Menningarnótt, ljóð sitt Sæbraut og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, fékk ágæta æfingu fyrir laugardaginn, en þá opnar hann heimili sitt við Óðinsgötu og býður upp á vöfflur. Hátíðin verður með hefðbundnu sniði fyrir utan flugeldasýninguna. „Flugeldaýningin í ár er dansverk og ber titilinn Eldar, dansverk fyrir þrjú tonn af flugeldum. Ég hef nálgast þetta verkefni nákvæmlega eins og þegar ég sem dansverk en í staðinn fyrir dansara er ég með flugelda og í staðinn fyrir tónlist þá eru sprengingar,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir, listrænn stjórnandi flugeldasýningarinnar. Sprengt verður á fjórum stöðum og verður besta útsýnið frá Arnarhóli. Öryggismál verða með hefðbundnum hætti. „Hér verða viðamiklar lokanir sem þýðir að rútína borgarbúa og gesta þeirra verður með öðrum hætti. Við hvetjum fólk til að leggja löglega, nota strætó og koma gangandi í bæinn eða hjólandi og njóta þess sem boðið er upp á,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Einhver önnur skilaboð til gesta? „Bara að halda í gleðina, það skilar alltaf bestum árangri,“ segir Stefán. Framlag Arionbanka til Menningarnætur er Götusýningin 2013 og var hún opnuð í dag. Þetta er stærsta listsýning landsins og sú fyrsta sem fer fram á götuskiltum borgarinnar. Það verður mikið um að vera á Menningarnótt og óhætt að hlakka til. Svo er hægt að taka forskot á sæluna með því að skoða listaverkin á Götusýningunni.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira