Yfir 80 prósent vilja að flugvöllurinn verði kyrr Hrund Þórsdóttir skrifar 7. apríl 2013 18:30 Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ekki er munur á afstöðu eftir búsetu, en í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001 vildi meirihluti Reykvíkinga flugvöllinn burt. Ef horft er á landið allt vilja 83% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, 3% vilja nýtt flugvallarstæði á Hólmsheiði, 11% kjósa að færa starfsemina til Keflavíkur og 3% vilja ekkert af ofantöldu. Athygli vekur að ekki er munur á afstöðu höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Vatnsmýrin fær stuðning 83% borgarbúa, Hólmsheiði fær 3,5%, Keflavík 10% og 3,5% velja annað. Hjá landsbyggðinni fær Vatnsmýrin 84%, Hólmsheiðin 1%, Keflavík 13% og 2% vilja aðra kosti. Það er ljóst að kúvending hefur orðið á afstöðu fólks til þess hvar flugvöllurinn á að vera, en hverjar skyldu ástæðurnar vera? „Skýringin er algjörlega að mínu mati sú að nú stendur svo illa fyrir okkur efnahagslega að við höfum ekki efni á að ráðast í neinar stórar framkvæmdir," segir Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði. Þetta eigi jafnt við um sjúkrahús, flugvöll og önnur stór verkefni. Fólk vilji bíða eftir að þjóðin rétti úr kútnum. Hann segir koma nokkuð á óvart að ekki sé munur á afstöðu eftir búsetu. „En þar held ég að sé það sama, að ábyrgðartilfinningin gagnvart því að ráðast í einhverjar ófærur í fjárfestingum sé álíka rík á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi." Keflavík nýtur meiri vinsælda en Hólmsheiði. Ástæðurnar segir Trausti vera að innanlandsflug frá Keflavík myndi bæta aðgengi erlendra ferðamanna að landinu öllu og auðvelda Íslendingum á landsbyggðinni ferðalög utan og heim. Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ekki er munur á afstöðu eftir búsetu, en í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001 vildi meirihluti Reykvíkinga flugvöllinn burt. Ef horft er á landið allt vilja 83% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, 3% vilja nýtt flugvallarstæði á Hólmsheiði, 11% kjósa að færa starfsemina til Keflavíkur og 3% vilja ekkert af ofantöldu. Athygli vekur að ekki er munur á afstöðu höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Vatnsmýrin fær stuðning 83% borgarbúa, Hólmsheiði fær 3,5%, Keflavík 10% og 3,5% velja annað. Hjá landsbyggðinni fær Vatnsmýrin 84%, Hólmsheiðin 1%, Keflavík 13% og 2% vilja aðra kosti. Það er ljóst að kúvending hefur orðið á afstöðu fólks til þess hvar flugvöllurinn á að vera, en hverjar skyldu ástæðurnar vera? „Skýringin er algjörlega að mínu mati sú að nú stendur svo illa fyrir okkur efnahagslega að við höfum ekki efni á að ráðast í neinar stórar framkvæmdir," segir Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði. Þetta eigi jafnt við um sjúkrahús, flugvöll og önnur stór verkefni. Fólk vilji bíða eftir að þjóðin rétti úr kútnum. Hann segir koma nokkuð á óvart að ekki sé munur á afstöðu eftir búsetu. „En þar held ég að sé það sama, að ábyrgðartilfinningin gagnvart því að ráðast í einhverjar ófærur í fjárfestingum sé álíka rík á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi." Keflavík nýtur meiri vinsælda en Hólmsheiði. Ástæðurnar segir Trausti vera að innanlandsflug frá Keflavík myndi bæta aðgengi erlendra ferðamanna að landinu öllu og auðvelda Íslendingum á landsbyggðinni ferðalög utan og heim.
Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira