Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Stígur Helgason skrifar 28. janúar 2013 06:00 Heiðarvatn Svisslendingurinn Rudolph Lamprecht hefur meðal annars keypt Heiðarvatn í Mýrdal. Ögmundi finnst hann hafa seilst býsna langt. Mynd/Magnús Jóhannsson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira