Reynt að stöðva jarðasöfnun erlendra auðkýfinga á Íslandi Stígur Helgason skrifar 28. janúar 2013 06:00 Heiðarvatn Svisslendingurinn Rudolph Lamprecht hefur meðal annars keypt Heiðarvatn í Mýrdal. Ögmundi finnst hann hafa seilst býsna langt. Mynd/Magnús Jóhannsson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur látið vinna drög að frumvarpi í ráðuneytinu sem er hugsað til að koma í veg fyrir stórfelld uppkaup erlendra auðmanna á íslenskum landareignum. Hann gerir ráð fyrir því að kynna frumvarpið í ríkisstjórn á þriðjudag. „Hugsunin er ekki sú að girða fyrir allar fjárfestingar á Íslandi eins og margir hafa verið að gefa í skyn. Ég er að beina sjónum mínum fyrst og fremst að eignarlandi,“ segir Ögmundur. „Það eru brögð að því að auðkýfingar séu að safna hér jörðum án þess að hafa nokkurn tilgang með því að sinni annan en að safna eignarlandi á Íslandi,“ segir Ögmundur og nefnir sérstaklega landakaup Svisslendingsins Rudolfs Lamprecht á Mýrdal. „Ég hygg að þetta sé líka að gerast annars staðar án þess að ég vilji á þessu stigi fara nánar út í það,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónasson.Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir að lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna verði breytt í tveimur meginatriðum: Annars vegar þurfi menn að hafa íslenskan ríkisborgararétt til að kaupa hér fasteign eða þá lögheimili hér og einskorðast þá heimildin við íbúðar- eða frístundahús. Hins vegar missi ráðherra opna heimild sína til að veita undanþágu fyrir fasteignakaupum að eigin geðþótta eins og nú er. Í staðinn geti hann aðeins veitt undanþágu fyrir kaupum sem tengjast beint fyrirhugaðri atvinnustarfsemi eða þeim sem hafa sérstök ættartengsl við landið. Þá eru lagðar til breytingar á reglugerð sem snertir fjárfestingar fólks innan Evrópska efnahagssvæðisins á þann veg að þeir verði að hafa skýran tilgang með kaupum sínum á íslenskum fasteignum. Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði í fréttum RÚV um helgina að tillögurnar gengju þvert á þá stefnu að auka erlenda fjárfestingu. Hann efaðist um að þær nytu stuðnings í ríkisstjórn eða á Alþingi. Spurður hvort hann telji að frumvarpinu verði vel tekið í ríkisstjórninni segir hann: „Þessu var nú ekki tekið með uppklappi af hálfu allra á fyrstu metrunum – og vísa ég þar í varaformann Samfylkingarinnar – en ég vil nú spyrja hvort það geti verið að hann sé að misskilja eitthvað í þessu," segir Ögmundur, sem kveðst telja að ríkur vilji sé fyrir breytingunni í samfélaginu.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira