Nýir verjendur mæta með Sigurði og Ólafi 11. apríl 2013 07:00 Ragnar Hall, Hreiðar Már og Ólafur Ólafsson. Nýir lögmenn munu mæta með Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni í þinghald í Al Thani-máli sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skipaðir verjendur þeirra, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, munu hins vegar ekki láta sjá sig. Nýju lögmennirnir tveir eru Ólafur Eiríksson og Þórólfur Jónsson frá lögmannsstofunni Logos, og mun verða óskað eftir því við dómarann að Ólafur verði skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar og Þórólfur verjandi Ólafs Ólafssonar. Fallist dómari á það mun hann síðan að líkindum fresta aðalmeðferðinni, sem átti að hefjast í dag, til að gefa nýjum verjendum færi á að kynna sér málavexti. Gestur og Ragnar blésu til blaðamannafundar á mánudag þar sem þeir tilkynntu um þá ákvörðun sína að segja sig frá verjendastörfum í Al Thani-málinu. Þeir sögðust, sannfæringar sinnar vegna, ekki geta tekið þátt í málsmeðferð sem þeir teldu brjóta jafngróflega gegn rétti skjólstæðinga þeirra og raun bæri vitni. Ákvörðunin væri tekin í samráði við Sigurð og Ólaf. Héraðsdómarinn Pétur Guðgeirsson brást hins vegar fljótur við og hafnaði beiðninni stuttu síðar; Gestur og Ragnar skyldu verja sína skjólstæðinga – annað mundi tefja málið um of. Það hyggjast tvímenningarnir hins vegar ekki gera. Þeir ætla einfaldlega ekki að mæta, og allt útlit er fyrir að það muni fresta aðalmeðferð málsins um nokkrar vikur hið minnsta, jafnvel fram á haust. Verði það raunin hefur það margvíslegar afleiðingar. Málið er mun umfangsmeira en þau mál sérstaks saksóknara sem þegar hefur verið réttað í og til stóð að aðalmeðferð þess tæki átta daga. Þrír dómarar höfðu skipulagt störf sín með það í huga langt fram í tímann og stærsti salurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur verið tekinn frá undir réttarhöldin. Þá höfðu um fimmtíu vitni verið boðuð til skýrslugjafar með margra mánaða fyrirvara. Sum þeirra eru þegar komin frá útlöndum til að bera vitni í málinu. Kostnaður vegna þessa fellur á ríkið. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Nýir lögmenn munu mæta með Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni í þinghald í Al Thani-máli sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skipaðir verjendur þeirra, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, munu hins vegar ekki láta sjá sig. Nýju lögmennirnir tveir eru Ólafur Eiríksson og Þórólfur Jónsson frá lögmannsstofunni Logos, og mun verða óskað eftir því við dómarann að Ólafur verði skipaður verjandi Sigurðar Einarssonar og Þórólfur verjandi Ólafs Ólafssonar. Fallist dómari á það mun hann síðan að líkindum fresta aðalmeðferðinni, sem átti að hefjast í dag, til að gefa nýjum verjendum færi á að kynna sér málavexti. Gestur og Ragnar blésu til blaðamannafundar á mánudag þar sem þeir tilkynntu um þá ákvörðun sína að segja sig frá verjendastörfum í Al Thani-málinu. Þeir sögðust, sannfæringar sinnar vegna, ekki geta tekið þátt í málsmeðferð sem þeir teldu brjóta jafngróflega gegn rétti skjólstæðinga þeirra og raun bæri vitni. Ákvörðunin væri tekin í samráði við Sigurð og Ólaf. Héraðsdómarinn Pétur Guðgeirsson brást hins vegar fljótur við og hafnaði beiðninni stuttu síðar; Gestur og Ragnar skyldu verja sína skjólstæðinga – annað mundi tefja málið um of. Það hyggjast tvímenningarnir hins vegar ekki gera. Þeir ætla einfaldlega ekki að mæta, og allt útlit er fyrir að það muni fresta aðalmeðferð málsins um nokkrar vikur hið minnsta, jafnvel fram á haust. Verði það raunin hefur það margvíslegar afleiðingar. Málið er mun umfangsmeira en þau mál sérstaks saksóknara sem þegar hefur verið réttað í og til stóð að aðalmeðferð þess tæki átta daga. Þrír dómarar höfðu skipulagt störf sín með það í huga langt fram í tímann og stærsti salurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur verið tekinn frá undir réttarhöldin. Þá höfðu um fimmtíu vitni verið boðuð til skýrslugjafar með margra mánaða fyrirvara. Sum þeirra eru þegar komin frá útlöndum til að bera vitni í málinu. Kostnaður vegna þessa fellur á ríkið.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira