Ætli það endi ekki með því að leikmenn mæta með sinn bolta Hjörtur Hjartarson skrifar 6. apríl 2013 19:05 Jón Rúnar og Ingi Fannar Knattspyrnufélag ÍA ætlar ekki að spila með boltann sem lagt er til að spilað verði með í Pepsideild karla í sumar. Formaður samtaka efstudeildarliða segir gagnrýnina meira í formi gífuryrða en ekki byggða á faglegum grunni. Íslenskur toppfótbolti, samtök efstudeildarliða, samþykkti á dögunum að spilað yrði með knettinum sem er frá Adidas í efstu deild karla í sumar. Boltinn er af gerðinni, Confederation Cup 2013 og er B-týpan í þeim flokki. Leikmenn nokkurra liða hafa á undanförnum dögum lýst yfir óánægju sinni með boltann og hefur samskiptavefurinn Twitter verið vinsælasti vettvangurinn til þess. Formaður íslensks toppfótbolta segir að sú gagnrýni sem sett hafi verið fram hingað til hafi verið í formi upphrópana og byggð á fátæklegum grunni. „Gífuryrði er nú yfirleitt ekki mjög djúp og vitur. Mér hefur fundist fara lítið fyrir faglegri gagnrýni," segir formaðurinn Jón Rúnar Halldórsson. En nú hafa Skagamenn gengið skrefinu lengra og ákveðið að spila ekki heimaleiki sína í sumar með boltanum umdeilda. „Þessi bolti er bara eftirlíking af keppnisboltanum og við viljum ekki spila með eftirlíkingar. Annað hvort spilum við bara með alvöru týpuna eða bara með Nike boltann áfram, ekki þessum. Þetta er bara bolti sem ég myndi gefa frænda mínum," segir Ingi Fannar Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar ÍA. Jón Rúnar segir að vel komi til greina að endurskoða málið ekki síst í ljósi ákvörðun forráðamanna ÍA. „Sé sú ákvörðun, sem var tekin, sannanlega röng, þá breytum við bara því. En ég held líka að þetta sé soldið komið þannig að ansi margir sem hafa haft uppi mikil gífuryrði, miklar skoðanir, yfirleitt án þess að hafa nokkuð á bakvið sig, ég held að það sé erfiðara fyrir þá að snúa við. Ætli þetta endi ekki á því að hver leikmaður mæti með sinn bolta, það eru þeir sem hafa mesta vitið á því skilst mér," segir hann að lokum. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Knattspyrnufélag ÍA ætlar ekki að spila með boltann sem lagt er til að spilað verði með í Pepsideild karla í sumar. Formaður samtaka efstudeildarliða segir gagnrýnina meira í formi gífuryrða en ekki byggða á faglegum grunni. Íslenskur toppfótbolti, samtök efstudeildarliða, samþykkti á dögunum að spilað yrði með knettinum sem er frá Adidas í efstu deild karla í sumar. Boltinn er af gerðinni, Confederation Cup 2013 og er B-týpan í þeim flokki. Leikmenn nokkurra liða hafa á undanförnum dögum lýst yfir óánægju sinni með boltann og hefur samskiptavefurinn Twitter verið vinsælasti vettvangurinn til þess. Formaður íslensks toppfótbolta segir að sú gagnrýni sem sett hafi verið fram hingað til hafi verið í formi upphrópana og byggð á fátæklegum grunni. „Gífuryrði er nú yfirleitt ekki mjög djúp og vitur. Mér hefur fundist fara lítið fyrir faglegri gagnrýni," segir formaðurinn Jón Rúnar Halldórsson. En nú hafa Skagamenn gengið skrefinu lengra og ákveðið að spila ekki heimaleiki sína í sumar með boltanum umdeilda. „Þessi bolti er bara eftirlíking af keppnisboltanum og við viljum ekki spila með eftirlíkingar. Annað hvort spilum við bara með alvöru týpuna eða bara með Nike boltann áfram, ekki þessum. Þetta er bara bolti sem ég myndi gefa frænda mínum," segir Ingi Fannar Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar ÍA. Jón Rúnar segir að vel komi til greina að endurskoða málið ekki síst í ljósi ákvörðun forráðamanna ÍA. „Sé sú ákvörðun, sem var tekin, sannanlega röng, þá breytum við bara því. En ég held líka að þetta sé soldið komið þannig að ansi margir sem hafa haft uppi mikil gífuryrði, miklar skoðanir, yfirleitt án þess að hafa nokkuð á bakvið sig, ég held að það sé erfiðara fyrir þá að snúa við. Ætli þetta endi ekki á því að hver leikmaður mæti með sinn bolta, það eru þeir sem hafa mesta vitið á því skilst mér," segir hann að lokum.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira