Djúpið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2013 10:05 Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira